Rétt

Kristján Möller, okkar nýi samgönguráðherra keyrði mjög á þessu máli fyrir kosningarnar í vor og þá ekki minnst hér í Þingeyjarsýslum. Var reyndar ákaflega harður á þessu og sagði ekki annað koma til greina en gera gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng strax.

Ég veit um nokkra sem kusu Sf. eingöngu vegna þessara orða hans og þeir sömu eru ekki par hrifnir af hans fyrstu orðum og skrefum í málinu eftir embættistöku sína. Það sem er síðan alvarlegra fyrir hann og hans flokk er síðan hversu æfir margir harðir Samfylkingarmenn sem ég hef heyrt í eru með einmitt hans yfirlýsingar í málinu eftir að hin nýja ríkisstjórn tók við og hann fékk það embætti sem áhrifavaldið í þessum efnum hefur.

Byrjar ekki gæfulega finnst manni.


mbl.is Segir kosningaloforð um Vaðlaheiðargöng svikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eigum við ekki að dæma hann eftir 12 ár, til að fá samanburð við afrek Framsóknar í samgöngumálum? 

Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En manstu eftir mörgum sem hafa staðið við loforð?  Sturla var nú ekki alveg að standa sig.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Gizmo

Skil nú ekki þetta upphlaup í Valgerði þar sem hún kýs aðeins að segja hálfa söguna, á heimasíðu sinni segir Kristján:

og hefja framkvæmdir sumarið 2008 og að þeim ljúki 2010.

Því hefur ekkert verið svikið enn, nauðsynlegum undirbúningi er ekki lokið vegna peningaskorts og eins hefur útboð ekki farið fram og því ekki hægt að hefja þær sjálfar framkvæmdirnar fyrr en því ferli er lokið.

Gizmo, 4.6.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Hannes Bjarnason

Styð Jón Halldór.

Gefum samfylkingunni 12 ár, og þá getum við talið hversu mörg ríkisfyrirtæki þeir hafa einkavætt og gefið peningasterkum einstaklingum!

Hannes Bjarnason, 5.6.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband