3.6.2007 | 22:02
Orð í tíma töluð
Því er nú þannig farið með öll kerfi að þau hafa bæði kosti og galla en þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp á sínum tíma var það nauðsynleg aðgerð á allan hátt. Nú er hins vegar þannig komið að ákveðnir gallar kerfisins eru farnir að slaga hátt upp í það sem jákvætt er í því og þá er ekki seinna vænna að lagfæra úr sér gengið kerfi að breyta til batnaðar.
Ég held að þessi leið, sem Björn Ingi talar hér fyrir um sé góður grundvöllur til þeirrar leiðréttingar sem til þarf og geti verið bæði fær og til hagsbóta fyrir langflesta aðila.
Þessi ræða Björns Inga var mér sérstaklega vel að skapi.
Til hamingju með daginn sjómenn.
Björn Ingi: Viðbót í aflaheimildum síðar fari til svæða en ekki kvótaeigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.