Ágætt

Þá getur maður farið að rýna reglulega í Egils silfrið en maður hefur nú ekki nennt að horfa mikið á það á vefnum í takmörkuðum gæðum.

Annars er það bara hið besta mál að þáttur sem þessi fái meiri útbreiðslu og vonandi verður lagt almennilega í umgjörðina en samt þannig að aðalatriðið, það er umræðurnar og rýni Egils verði ekki útundan fyrir bragðið.

Athyglisvert samt að Stöð tvö er ekkert á því að sleppa Agli með góðu þrátt fyrir að hann sé laus mála sinna hjá þeim.


mbl.is Egill sagður á leið til Sjónvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Egill verður örugglega jafn ötull á RUV eins og hjá Stöð-2, gott að fá betri dreifingu á hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki hann sýndi af sér ótrúlega hlutdrægni á móti Frjálslyndum hér í kosningabaráttunni.  Ég er ekki búin að fyrirgefa honum það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Egill er góður.  Ég held að hann virðist bara hlutdrægur þegar hann er að rekja garnirnar úr fólki.

Vilborg Traustadóttir, 2.6.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst Egill bara krútt.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 01:18

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll heiðursmaður Ragnar, mér finnst nú egill hafa svolítið verið að klikka í mörgum undanförnum þáttum. En það má kanski bara líka bara vera í fínu lagi, hví á allt að vera eins og ÉG vill að það sé?

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband