Í kulda og trekki

Nú er ég nýlega kominn frá Akureyri þar sem ég gerði ferð seinni part dags til að aðstoðardæma knattspyrnuleik í Landsbankadeild kvenna. Hörkufjör í leik sem fór 2-3 fyrir Breiðablik gegn heimastúlkum í Þór/KA.

Annars er það helst að frétta að maður er næstum frosinn eftir þriggja stiga hita og smá slyddu með og á sjálfsagt eftir að taka eitthvað fram á nóttina að þiðna almennilega. Ég er alveg búinn að fá nóg af þessum kulda verð ég að segja.

Annars fengum við góða heimsókn í gærkvöldi þegar gamlir nemendur mínir héðan úr skólanum komu og gistu hjá okkur. Voru að fagna eins árs stúdentsafmæli og mættu í stúdentaútskrift í dag. Fjögur stykki takk fyrir, með mikið fjör og gott spjall. Helling um pólitík og svo auðvitað lífið og tilveruna. Já það er margt unga fólkið sem er skynsamt og hugsandi í dag.

Gaman að fá svona heimsóknir og sem betur fer eru þær reglulegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Bryndís Jónsdóttir

Við erum svo skynsöm og hugsandi hehe  verðum samt að stoppa lengur næst :D en takk fyrir mig ;D alltaf gaman að koma til ykkar ;D;D

Guðrún Bryndís Jónsdóttir, 26.5.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband