24.5.2007 | 18:10
Hugleiðing dagsins
Í gegnum erfiðleika lífsins, er að manni steðja á stundum er gott að geta gripið til einhverra huggunar í formi orða eða hugsunar. Þess má sjá víða merki og slá menn oft um sig með góðum og gildum tilvitnunum og málsháttum í þeim tilgangi. Margt þessa er auðvitað að finna í okkar miklu sagnaarfleifð, allt frá upphafi sagnaritunar fram til okkar daga.
Það sem hefur dugað mér ákaflega vel er reyndar ekki þangað sótt, þó það lyfti oft að leita þangað heldur leitar til mín það sem gamall maður sagði eitt sinn við mig:
Ég hef aldrei blotnað það illilega að ég hafi ekki þornað aftur
var hans speki og hefur hún þótt mér góð. Smá kaldhæðni með kímnigáfu og tilvísun í hlutarins eðli.
Athugasemdir
Góð speki.
Pétur Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 20:08
Þetta er náttl. bara algjört gullkorn.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 22:07
Sæll Ragnar
Rakst á bloggið hjá þér fyrir um 2 vikum og kíki reglulega inn. Góð lesning og bið svo að heilsa á Laugar.
kv. Trölli
Jón Hálfdán (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:52
Já þetta er nefnilega alveg satt og rétt. Velkomin heim annars úr Færeyjaferð Ragnar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 20:36
Takk fyrir það öll. Gaman að heyra í þér Trölli. Sé að þú ert ennþá í boltanum þarna fyrir vestan. Ég fylgist alltaf með
Ragnar Bjarnason, 26.5.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.