Þröngsýnin í hámarki

Við lestur Morgunblaðsins í dag gat ég ekki með nokkru móti áttað mig á orði einu, er var í fyrirsögn smáfréttar nokkurrar en það var orðið "Raðafæta". Raða-fæta las ég aftur og aftur og botnaði ekki neitt í neinu. Gerðist svo snúinn í skapi og las afganginn af Mogganum. Orðskrípi þetta yfirgaf mig þó ekki og ég lagðist aftur yfir það að heildarlestri blaðsins loknum og þá loksins kom þetta. Auðvitað stendur þarna rað-afæta. Samt finnst mér að annað orð hefði mátt vera í stað þessa í fyrirsögninni, en svona getur maður stundum verið þröngsýnn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er bráðfyndið, manni dettur í hug eitthvert skordýr með margar raðir af löppum. Það hefði verið heppilegra að skipta orðinu í rað afæta. En hvað rað afæta er botna ég ekkert í?

Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband