12.5.2007 | 12:49
Hátíðardagur
Ég er nú svo gamaldags eða hvað má kalla það, að kosningadagur er hátíðardagur hjá mér. Þó ekki væri nema fyrir það að við erum þó þannig stödd að geta kosið frjálst og tekið þannig ákvörðun á okkar forsendum í samræmi við það sem við sjálf teljum vera fyrir bestu. Það búa ekki allir svo vel svo ekki sé meira sagt.
Annars var hann athyglisverður, kosningaleiðari Morgunblaðsins í dag en þó sjálfsagt allir hafi skoðun á honum og mjög líklega mismunandi þá held ég að allir geti verið sammála um lokasetningu hans.
En hver svo sem niðurstaðan verður
er eitt ljóst; það deilir enginn við
þann dómara um niðurstöðuna.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátíð Raggi minn. Ég er líka svona gamaldags, klæði mig uppá og skarta mínu besta á kosningadegi. Skilaðu kærri kveðju í sveitina mína. Kem norður í júní og hlakka mikið til. Áfram til sigurs og ekkert stopp
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:19
Þá eru hér fleiri gamaldags, gleðilega hátíð
Arnfinnur Bragason, 12.5.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.