Rólegheitadagur

Dagurinn í dag var svona nokkurn veginn rólegheitadagur. Við byrjuðum á thví að fara í annan kirkjugarðinn hér í Thórshøfn (tahnn yngri) og vorum smá stund thar. Síðan røltum við aðeins um miðbæinn, fundum pósthús og settum øll póstkortin í póst (nema til Gunnu og HB thar sem ég veit ekki heimilisføngin theirra). Sáum málverkasýningu thar og fórum svo reyndar inn í eitt gallerí í miðbænum. Sá nokkur góð og keypti næstum eitt en ákvað svo að láta thad bíða betri tíma.

Eftir hádegið var svo farið í SMS verslunarmiðstøðina en að mati Salbjargar var aðalatriðið thar að kaupa handa henni ísinn sem hún var búin að biðja um frá thví hún vaknaði í morgun. Að auki fékk hún líka bangsímon úr thannig að næsta vers er að kenna henni á klukku. Fórum svo í bókabúð thar sem við keyptum helling af bókum, barnabækur og ljóðabækur og ég veit ekki hvað. Svo var verslað í matinn á mettíma, hef aldrei séð Anitu fara svona hratt í gegnum búð áður. Venjulegast er hún thangað til lokað er.

Eftir kaffið var síðan farið í Swimmjihøllina í Gundadali. Thar færðu svo bara að vera visst lengi ofaní en thá heyrist í kallkerfinu "drengir ví blåum bøndum skal fara upp núna". Snilld.

Síðan skemmti ég mér auðvitað konunglega yfir nøfnum og málinu hérna. Ég gat til dæmis ekki keypt mér mjøg svo nauðsynlegar auka gáfur í gávubúðinni heldur bara gjafir auðvitað. Svo velti ég thví fyrir mér í morgun thegar ég sá fjórða bílinn fara yfir á rauðu ljósi hvort thad thíddi ekki thad sama hér og heima.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll mágur.

Þetta sundlaugarfyrirkomulag var líka í Færeyjum þegar við Anita vorum minni og fórum þangað í heimsókn,
en hvergi í Danmörku svo ég viti. Stórgaman að rifja þetta upp.

Ég er annars með fríkort á alla heimaleiki H71 (í Hoyvík) sem ég steingleymdi að sýna þér þegar við heimsóttum ykkur síðast. En á því stendur ritað:

H 71 Stuðlar Limakort

Við hesum kort, kann ein í húsinum koma
ókeypis til allar heimadystir.

Svo ef þú hittir mann að nafni Jákup Símun Simonsen máttu segja honum að ég hafi fundið félagsskírteinið hans á Grettisgötunni í Reykjavík.

Kveðja til ykkar allra
frá okkur í Skipholtinu.

Kristian Guttesen (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband