26.4.2007 | 13:13
Komin
Í upphafi ber að thakka góðar ferðaóskir okkur til handa, kærar thakkir øll.
Og auðvitað er lyklaborðið á Færeysku og eru menn bara beðnir að virða thað. Stelpurnar voru alveg á heimavelli í ferjunni og engin sjóveiki í gangi. Reyndar var Eyhildur lengi að sofna og svo var auðvitað snilld að sjá hana stíga ølduna svona nýlega farna að ganga. Ekki fannst theim barnaleikvøllurinn sístur og undu sér vel og lengi thar, utan Anitu.
Svo thegar við fórum frá borði í morgun fengu mæðgurnar thá snilldarhugmynd að fara landganginn í stað thess að fara með mér í bílnum. Allt í lagi með thad nema thegar til átti að taka var theim tjáð að sýna thyrfti miðana til að komast frá borði. Úps, snúið niður á bíldekk hið snarasta. Miðarnir voru teknir af mér á Seyåisfirði, sagði ég. Hvernig komust við thá í land? He he, en thad gekk og thetta skyndilega panikk búið snøgglega.
Thegar í land kom tók síðan við erfið ferð um thrøngar gøtur á gististað okkar en sú ferð gekk reyndar ákaflega vel.
Annars finnst mér húsin hérna ákaflega fjølbreytt og falleg mørg hver. Thad er svona thad fyrsta sem ég tek eftir.
Nóg að sinni, meira seinna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Allt mannkyn er Færeyjingar
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2007 kl. 18:38
Gaman hjá ykkur gott mál. Þú mátt alveg senda okkur forvitnum myndir Ragnar minn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.