Kaupfélag Skagfirðinga

Það var í fréttum núna í gær held ég að Kaupfélag Skagfirðinga hafi skilað hagnaði sem aldrei fyrr á síðasta rekstrarári og er það vel. Kaupfélagið stendur sterkum fótum og er kjölfesta atvinnulífs í Skagafirði ásamt því að styrkja ýmsar hliðar mannlífs þar.

Ég hef áður talað hér um "sáttmála til sóknar", þar sem skólastarf í Skagafirði er styrkt myndarlega af KS. Það nýjasta sem ég hef upplýsingar um er að KS hafi styrkt starf Félags eldri borgara í Skagafirði um einar tíu milljónir nú um helgina. Það er ekki annað hægt en að hrósa Kaupfélaginu fyrir hve vel það leggur til samfélagsins.

Vel gert KS og til hamingju með styrkinn Félag eldri borgara í Skagafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband