24.4.2007 | 19:00
Menntakerfið okkar
Undanfarna mánuði hefur verið í gangi vinna við endurskoðun á menntakerfi okkar Íslendinga á grundvelli hins svokallaða tíu punkta samkomulags KÍ og menntamálaráðuneytisins. Í dag er síðan frétt á RÚV um afurð vinnunnar og verð ég að segja að það er ákaflega athyglisverð frétt.
Það er ekki síður athyglisverð lesning sú skýrsla sem starfshópurinn skilar af sér og fylgigögn hennar. Í framhaldinu væri óskandi að allir málsaðilar gætu komið sér saman um framhaldið á grundvelli þessarar vinnu og náð þannig að færa menntakerfið aðeins fram á við og upp úr því hjólfari sem það hefur á köflum verið.
Of miklum tíma hefur verið eytt í eitthvað sem engu máli skiptir og á meðan sitja raunveruleg úrlausnarefni á hakanum og framþróun verður í skötulíki.
ps. ýmislegt tengt efni á sérstöku vefsvæði menntamálaráðuneytis varðandi 10 punkta samkomulagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.