22.4.2007 | 19:57
Látum hendur standa fram úr ermum
Nú hefur Íslandshreyfingin lokið mönnun fimm efstu sæta á framboðslistum sínum í öllum kjördæmunum sex. Það þýðir að komnir eru 30 á framboðslistana af 126 sem þar eiga að vera. Held reyndar að það hafi fallið úrskurður í félagsmálaráðuneyti að framboðslisti sé gjaldgengur þó á honum séu aðeins helmingur tilskilins fjölda, þ.e. jafn margir og kosnir eru. Það átti að vísu við um sveitarstjórnarkosningar.
En, þetta þýðir að tæpir fimm sólarhringar eru til stefnu við að fá þá 96 á listana sem upp á vantar ennþá.
Menn hljóta nú samt að vera búnir að vinna eitthvað í þeim málum þó þetta hafi birst svona og verði því ekki vandræði þegar á þarf að taka en óneitanlega fylgist maður nánar með því eftir því sem nær dregur lokum á framboðsfrestinum.
ps. Suðurkjördæmi er eina kjördæmið þar sem kominn er fram framboðslisti með tilskyldum fjölda frambjóðenda.
Hörður Ingólfsson í fyrsta sæti Íslandshreyfingarinnar í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er eitthvað af Þingeyjingum innanborðs??
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:40
Ekki af þessum fimm fyrstu nei, nema þá sé um að ræða brottflutta sem ég kannast ekki við sem Þingeyinga. Það leiðréttir mig þá bara einhver ef svo er. Sýnist þetta vera tveir frá Akureyri og þrír frá Egilsstöðum.
Ragnar Bjarnason, 22.4.2007 kl. 22:45
Það er hægt að telja Ásgeir Reykvískan Þingeying, búsettan á Akureyri
Valgerður Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.