Bara eitt í þessu tilefni

Ég er hlynntur því að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi sér stað í vissum tilvikum en ekki í of mörgum málum. Ef slíkt yrði uppi á teningnum held ég að kosningarétturinn geti rýrst um of. Mér finnst varpa ágætu ljósi á þetta atriði kaflinn um beint lýðræði í bók Gunnars Helga Kristinssonar, Íslenska stjórnkerfið (bls. 27, annars er bókin í heild sinni góð lesning).

Annars dettur manni í hug að mikilvægustu lögin sem samþykkt eru á hverju þingi séu fjárlögin og ætti þá ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau hverju sinni. Heldur yrði útfærsla þess flókin er maður hræddur um.

Þetta er fín lína og um að gera að ræða það af alvöru og án fordóma en þá þarf líka að taka alla anga þess inn í þá umræðu.


mbl.is Hvenær á þjóðin að kjósa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband