Áhyggjur landsbyggðarinnar

Ég held að landsbyggðarfólk og aðrir sem vilja byggja upp búsetu á landsbyggðinni, á hvaða hátt sem er, þurfi að hafa meiri áhyggjur af eftirfarandi viðhorfum heldur en tilfærslu flugvallarins um nokkra kílómetra innan höfuðborgarinnar.

Íslendingar eiga að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er ódýrast og hagkvæmast. Við þurfum ekki lengur verstöðvar við ströndina. Fiskurinn er verkaður um borð eða settur á fiskmarkaði við Faxaflóa. Það er dauðadómur yfir stofnun að senda hana út á land, samanber Byggðastofnun á Króknum og Landmælingar á Akranesi. Ekkert vit er í að hafa háskóla úti um allar trissur. Þar myndast ekki akademískt andrúmsloft. Enda helzt fólk ekki við í plássum án þess að væla um skort á álveri, olíuhreinsistöð, háskóla og svo framvegis, allt á kostnað ríkisins. Ódýrara er að flytja fólkið suður. Hér er nóg pláss fyrir alla.

Þetta innslag er tekið af vefnum http://jonas.is/ og sjálfsagt flestir búnir að sjá þetta. Þarna er í raun slegið á allt sem menn vilja viðhafa til uppbyggingar og styrkingar búsetu í landinu öllu og öllum stefnt á suðvestur hornið. Hugnast mér ekki og getur ekki verið heilli þjóð hollt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elsku Ragnar minn, ekki hafa áhyggjur, þetta er gömul heimspekitaktík til að fá fólk til að HUGSA!  Sókrates notaði það manna mest!

Jónas elskar landsbyggðina!.........í alvöru 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef allir flytja á suðvestur hornið verður ekkert jafnvægi á landinu. Þetta er út í hött. Á maður svo að aka um tómar eyðibyggðir og draugaþorp.

Svava frá Strandbergi , 20.4.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gæti bara hugsað að Anna hefði rétt fyrir sér.  Hann er einmitt þannig.  Að fá fólk til að hugsa.  Vonandi, en annars Ragnar minn er ekki til svipuð skýrsla eftir formann ykkar ? um að það eigi bara að flytja alla Vestfirðinga í blokk einhversstaðar í Breiðholtinu, það sé þjóðhagslega hagkvæmt?  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 20:06

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Gæti hreinlega ekki verið rangara hjá þér Ásthildur. Lestu skýrslu Jóns sjálf, þessa sem þú vitnar til og athugaðu síðan hvað þú skrifar.

Ragnar Bjarnason, 20.4.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband