Flugvallarmálið

Það er ekki úr vegi að anda djúpt að sér, jafnvel telja hægt upp í tíu og ef menn eru eitthvað í ætt við Andrés Önd þá geta menn prufað að standa aðeins á höfði. Flugvallarmálið er nokkuð stórt mál og mikilvægt og vandmeðfarið. Því er mjög mikilvægt að nálgast það af fagmennsku og rólyndi en jafnframt um leið af festu. Mér sýnist svo vera að búið sé að ákveða að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og þá er spurningin hver hann fari fyrst og síðan hvenær. Læt hér fylgja með fyrsta hluta leiðara Fréttablaðsins í dag.  

"Reykjavíkurflugvöllur fer burt úr Vatnsmýrinni. Hvorki þarf að eyða orðum né orku í að efast um þá framtíðarsýn. Síðasti naglinn í kistu vallarins var rekinn fyrir löngu þótt formlega liggi ekkert enn fyrir um endalok hans. Auðvitað fyrirfinnast þó einhverjir sem neita að horfast í augu við þá staðreynd að lega vallarins er eins og fleinn í hjarta borgarinnar. En jafnvel fyrir þá þrákálfa hljóta niðurstöður samráðshóps samgönguráðherra og borgarstjóra um þjóðhagslega hagkvæmni þess að flytja flugvöllinn að vera síðustu rekurnar sem kastað er. "

Ég get ekki betur séð en að tiltölulega stutt tilfærsla flugvallarins frá Vatnsmýrinni á Löngusker. Höfuðborgin fær dýrmætt byggingarland og landsbyggðin fær ekki mikið síðri (ef nokkuð) aðgang að höfuðborgarsvæðinu á nýjum flugvallarstað. Samkvæmt leiðaranum þarf ekki að velkjast neitt í vafa um þetta lengur. Þá er bara að leggjast í rannsóknir á þeim kostum sem í boði eru en ég sé ekki að tilfærsla innanlandsflugs til Keflavíkur sé raunhæf fyrir landsbyggðina eins og ég tel færslu á Löngusker vera.

Og umfram allt skulum við ekki gera flugvallarmálið að kosningamáli nú í vor, þar á það ekki heima finnst mér.
mbl.is Reykjavíkurflugvöllur sagður vera á mjög góðum stað frá sjónarhóli flugsamgangna og flugrekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég seginú bara ef þeir flytja flugvöllinn, þá skulu þeir flytja höfuðborgina um leið.  Mér er alveg sama hvar höfðuborgin er, Akureyri, Eigilstöðum, Keflavík Ísafirði, ef öll þjónusta sem til þarf er þar.  Ef Reykvíkinigar eru orðnir of góðir fyrir landsbyggðina, þá er tímabært að flytja aðalstöðvarnar eitthvað annað, með alþingi og allri stjórnsýslunni líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ragnar, þú hittir naglann beint á höfuðið, framsóknarmenn hafa bent á Löngusker, einmitt sem leið til þess að nýta byggingarlandið og þjóna um leið innanlandsfluginu með góðum hætti. Nýja skýrslan sýnir að Löngusker er ekki aðeins raunhæfur heldur góður kostur. Vona að fólk á landsbyggðinni leggist á árarnar með framsóknarmönnum í borginni að berjast fyrir þeirri leið, hún er hin raunverulega sáttaleið í málinu og hún er frá okkur komin.

Pétur Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það að færa flugvöllinn á Löngusker breytir engu fyrir landsbyggðina get ég séð Ásthildur. Það er hins vegar mjög stór breyting að færa innanlandsflugið til Keflavíkur og nokkur breyting að mér sýnist að það fari á Hólmsheiðina. Ég sé ekki annað en Löngusker geti verið sátt fyrir höfuðborgina sem og landsbyggðina.

Ragnar Bjarnason, 19.4.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Hannes Bjarnason

Góðan dag.

Er einhver af ykkur miklu spekingum sem getur úrskýrt fyrir mér hvers vegna flutingur á innanlandsflugi til Keflavíkur er svo slæmur kostur fyrir landsbygðina?

Í mínum huga þá er þetta spurning um samgöngur til og frá Keflavík, og ferðakostnaður frá Keflavík og inn til Reykjavíkur. Að það taki 40 mínutur frá Keflavík og til Reykjavíkur getur ómögulega oldið því að landbygðin brotin saman.

Nýr flugvöllur, af hverju ekki heldur að nýta peninga til að byggja tvöfalda lestarteina milli Keflavíkur og miðbæjar Reykjavíkur, þar sem lestir geti farið með 15 mín. fresti frá hvorum stað?

Eins og Ragnar segir, ég bara spyr!

Hannes Bjarnason, 19.4.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband