Verðandi Alþingismenn?

Ég lék mér aðeins að nýjustu könnun Capacent-Gallup og reiknaði út verðandi Alþingismenn okkar samkvæmt henni. Þó er það þannig hjá mér að ég legg út frá seinustu könnun en ekki tveimur seinustu líkt og þeir gera sjálfir í sínum útreikningum. Það er því um að ræða smá ósamræmi þar á milli. Þeir sem sjá það fá eitt gott klapp frá mér. Annars er þetta mest til gamans gert og til að fá útrás fyrir reikniþörf mína og excel notkun.

Reykjavík SuðurReykjavík NorðurSuðvestur
Geir H HaardeDGuðlaugur Þór ÞórðarsonDÞorgerður Katrín GunnarsdóttirD
Ingibjörg Sólrún GísladóttirSKatrín JakobsdóttirVBjarni BenediktssonD
Kolbrún HalldórsdóttirVGuðfinna BjarnadóttirDÖgmundur JónassonV
Björn BjarnasonDÖssur SkarphéðinssonSGunnar SvavarssonS
Illugi GunnarssonDPétur BlöndalDÁrmann Kr. ÓlafssonD
Ágúst Ólafur ÁgústssonSÁrni Þór SigurðssonVJón GunnarssonD
Álfheiður IngadóttirVSigurður Kári KristjánssonDGuðfríður Lilja GrétarsdóttirV
Ásta MöllerDJóhanna SigurðardóttirSRagnheiður Elín ÁrnadóttirD
Birgir ÁrmannssonDPaul NikolovVRagnheiður RíkharðsdóttirD
Auður Lilja ErlingsdóttirVMagnús Þór HafsteinssonFKatrín JúlíusdóttirS
Ásta R. JóhannesdóttirSHelgi HjörvarSGestur SvavarssonV
Kolbrún StefánsdóttirF
NorðvesturNorðausturSuður
Sturla BöðvarssonDKristján Þór JúlíussonDÁrni M. MathiessenD
Jón BjarnasonVSteingrímur J. SigfússonVBjörgvin G. SigurðssonS
Guðbjartur HannessonSValgerður SverrisdóttirBÁrni JohnsenD
Magnús StefánssonBArnbjörg SveinsdóttirDAtli GíslasonV
Einar Kristinn GuðfinnssonDKristján MöllerSGuðni ÁgústssonB
Guðjón Arnar KristjánssonFÞuríður BackmanVKjartan ÓlafssonD
Einar Oddur KristjánssonDÓlöf NordalDLúðvík BergvinssonS
Ingibjörg Inga GuðmundsdóttirVBjörn Valur GíslasonVBjörk GuðjónsdóttirD
Herdís SæmundardóttirBBirkir Jón JónssonBAlma Lísa JóhannsdóttirV
**Höskuldur Þór ÞórhallssonBGrétar Mar JónssonF

Ekki þarf mikið að gerast í raun til að talsverðar breytingar verði. Ég þarf til dæmis að gefa mér bæði fjölda á kjörskrám og kosningaþátttöku svo eitthvað sé nefnt. Annars eru allar athugasemdir og ábendingar varðandi þá þætti vel þegnar.

Reikniformúlurnar er að finna hér fyrir áhugasama.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Flott hjá þér Ragnar, nei það þarf náttúrlega ekki mikið að ske til að þetta riðlist, en varla mun það gera neitt til muna er það? fæ þennan útreikning lánaðan hjá þér félagi.

Sigfús Sigurþórsson., 15.4.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já já, notaðu að vild Sigfús.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sé ég rétt, að þú hafir flutt Grétar Mar hreppaflutningum hingað norður? Hann er víst efstur á lista F í Suðurkjördæmi, en Sigurjón Þórðarson í Norðaustur!

Kristján H Theódórsson, 15.4.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Höskuldur Þór er sömuleiðis á B-lista í Norðaustur- en ekki Norðvesturkjördæmi!

Kristján H Theódórsson, 15.4.2007 kl. 15:23

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér Raggi, alltaf gaman að spá.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 15:25

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er verk að vinna fyrir Framsókn hér syðra.  Ætti kannski að skipta um flokk og fara að beita mér þar.    Held að framsóknarmenn sæki í sig veðrið hér þegar nær dregur kosningum. 

Vilborg Traustadóttir, 15.4.2007 kl. 15:28

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já afsakið, handvömm í tilfærslu inn í þetta kerfi.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 17:28

8 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þeir færðust til í reitum Höskuldur og Grétar Mar. Þetta ætti að vera fyllilega leiðrétt núna.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 17:35

9 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já þú segir það Vilborg. Já ég reikna með því.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 17:35

10 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Athyglisvert, takk fyrir þetta.

Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll aftur Ragnar, eins og ég las fréttina skildist mér reyndar að Sigurjón ætti að vera inni hér í Norðaustur, en ekki Grétar Mar í Suðrinu! Held að þetta sé hinsvegar óskhyggja hjá þér með Höskuld Þór inni fyrir B!

Kristján H Theódórsson, 15.4.2007 kl. 23:35

12 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er ekki með óskhyggju í þessu heldur er ég að setja tölur úr könnun inn í kosningaútreikningskerfið. Málið er að í svona könnunum er lítið á milli oft og eins og ég sagði með þessu þá reiknar Capacent þetta út frá tveim síðustu könnunum sínum en ég bara frá þeirri síðustu. Það útskýrir einhverjar breytingar þarna á milli og eins veit ég ekki hvort þeir nota t.d. tvo aukastafí í prósentum en það gæti líka skipt máli eins og ég segi.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband