Segir harla lítið

Niðurstöður þessarar könnunar virðast vera byggðar á afstöðu rúmlega 300 manns. Er ekki líklegt að hún segi frekar lítið miðað við hátt í 200 þús. manns á kjörskrá. Allar götur þá eru skekkjumörk nokkur þannig að hún segir ekkert umfram allan þann fjölda annarra kannana sem yfir hafa gengið undanfarnar vikur.
mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega segir þessi könnun lítið. Breytingar á fylgi stærstu flokkanna eru í öllum tilfellum ÓMARKTÆKAR vegna þess að vikmörk þessarar könnunar og þeirrar síðustu skarast. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins á bilinu 32-40% í síðustu könnun en núna 39-48%. 95% öryggismörkin sem eru tíunduð í frétt Fréttablaðsins gefa EKKERT öryggi og allra síst þegar "landsfundarmeðbyrinn" er svona augljós.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Nákvæmlega

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við spyrjum að leikslokum.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það verður fyrst að marka kannanirnar að fullu á nýjan leik að tveim vikum liðnum. Hinsvegar er það að gerast sem margir spáðu að jafnvægið á vinstri kantinum sé að breytast Samfylkingunni í vil. Það þarf svosem ekki að koma á óvart enda Samfylkingin með mun öflugri kosningamaskínu en VG.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.4.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

blessaður Ragnar, ertu að byggja hús við hliðina á Stefáni frænda mínum, mér sýnist það á myndunum, langt síðan ég hef komið þarna, þú nefndir um daginn að þú hefðir verið að dæma knattspyrnuleik á Akureyri, þá hlýtur þú að kannast við Bergstein bróðir minn

Hallgrímur Óli Helgason, 15.4.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já ég er nánast við hliðina á Stefáni, eitt hús á milli. Ég kannast vel við Berstein (reyndar Árna Garðar líka) og dæmi af og til með honum.

Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 14:30

7 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já það er gaman að þessu, ég var þarna í skóla 1977-1979

Hallgrímur Óli Helgason, 15.4.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband