Moltuverkefni norðan heiða

Hér er að finna upplýsingar um verkefnið í Eyjafirði sem ég talaði um í færslunni um jarðgerðarverkefni Skagfirðinga. Hélt reyndar að það væri um Þingeyjarsýslur að ræða líka í þessu verkefni en það kemur vonandi seinna bara.

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska hefur þetta um málið að segja

"“Í mínum huga er skýrt að brennsla á lífrænum úrgangi með tilheyrandi brennslu á olíu er ekki nútímalausn. Við eigum að skila náttúrunni aftur því sem frá henni var tekið. Við viljum líka bregðast við með lausn í þessum málum áður við verðum neyddir til að gera eitthvað með tilheyrandi enn meiri kostnaði,” segir Sigmundur og fagnar samstöðunni milli sveitarfélaganna og fyrirtækja um verkefnið.
“Samstaðan gefur verkefninu stóra gildið, að mínu mati. Við þurfum að fá alla með til að tryggja pappír, pappa og timburúrgang inn í jarðgerðina því það þarf eðlilega blöndu af þessu öllu. Náist það takmark okkar fljótt að fá 90% af öllum lífrænum úrgangi til Moltu verður lítið mál að kljást við þann úrgang sem eftir stendur. Þar með yrði búið að leysa sorpeyðingarmál Eyjafjarðarsvæðisins til fullnustu. Út frá þessu má glögglega sjá hversu stórt það skref er sem við erum að stíga með stofnun Moltu,”

Þetta er tekið af vefsvæði Atvinnuþróunarfélgs Eyjafjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna hvað þú ert duglegur að blogga. Ég segi ekki annað :)

 kveðja úr haustinu!

Elva (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með þennan áfanga.  Moltugerð ætti að vera must allstaðar.  Alveg eins og fólk á ekki að henda garðaúrgangi burtu.  Heldur setja upp safnhaug þar sem safnað er saman því sem kemur úr garðinum, grasi, illgresi og slíku.  Það er allt í lagi að setja illgresi í svona haug, því hann hitnar það mikið að fræin drepast.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Æi ég hef aldrei verið duglegur Elva. Það er auðvitað að detta í haust hjá þér svona akkúrat þegar vorið er rétt handan við hornið hérna þannig að ég segi bara kveðja úr vorinu. Það er hlýtt og bjart hér í dag, bara dálítill vindur.

Sammála Ásthildur, ég er með kassa undir garðaúrganginn og fleira.

Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband