13.4.2007 | 22:17
Þeir kjósa líka í Skotlandi í maí
Skemmtileg nálgun hjá Blair á skosku kosningarnar þann 3. maí. Ætli þetta virki hvetjandi eða letjandi á fylgi skoska verkamannaflokksins.
Annars sá ég heimildamynd um Blair í þremur hlutum um daginn þar sem í stuttu máli er sagt að tíma Blairs verður sennilega minnst aðallega vegna tveggja mála. Annars vegar fyrir vinnu stjórnar hans, og hans sjálfs, til lausnar málum Norður-Írlands sem er þá jákvæð minning en mun sjálfsagt alltaf teljast sem innanríkismál. Hins vegar verður einnig eftir minning hans sem þann forsætisráðherra Bretlans, sem oftast hefur sent heri landsins í bein átök síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Í því sambandi munu sjálfsagt margir tengja það við ræðu hans frá því snemma á valdatímanum, þar sem hann talaði um sína kynslóð sem væri alin upp við aðrar aðstæður en hefðu verið fyrir kynslóðir fyrri tíma. Nefnilega kynslóðina sem ekki upplifði stríð og þyrfti ekki að upplifa það að senda börnin sín í stríð.
Sjtórnmálaáhugi minn nær til Englands meðal annars en ég hef yfirleitt staðist það að fjalla neitt um það á þessum vettvangi. Kannski verður breyting á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.