Hver má og hver ekki?

Hjörleifur Guttormsson fyrrv. Alþingismaður og ráðherra skrifar í dag grein í fréttablaðið þar sem hann deilir harkalega á Ómar Ragnarsson og fylgismenn í Íslandshreyfingunni fyrir að bjóða fram í Alþingiskosningunum í vor.

Mín skoðun er sú að í lýðræðisríki sem Ísland er hafi menn rétt til framboðs hafi menn nægilegan styrk til þess eins og kveðið er á um í kosningalögum. Það er ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkis að raddir allra heyrist og það að tiltölulega auðvelt sé að bjóða fram hér á landi finnst mér til okkar tekna.

Þegar að menn eru aftur á móti farnir að vilja banna öðrum vegna þess að það skaði sig þá finnst mér viðkomandi ekki á réttri braut en mér finnst Hjörleifur vera á þessari braut í grein sinni í dag. Ef þetta á að vera grunntónninn þá geta fylgismenn allra flokka deilt á framboð hinna flokkanna vegna þess að þeir séu að taka fylgi frá sínum flokki. Þá hugnast mér heldur að menn haldi því fram að kjósendur eigi að kjósa sinn flokk vegna verðleika í stað þess að vilja banna öðrum framboð til að fá þau atkvæði.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og það held ég nú líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sammála fyrsta og öðrum ræðumanni. Þetta voru óþarfa Hjörl og lyktuðu af tapsærindum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 13.4.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband