12.4.2007 | 11:38
Sagan endurtekur sig
Ef ég man rétt þá var Jón Sigurðsson kallaður til af Jóni Baldvin á sínum tíma fyrir kosningarnar 1987. Þá var rætt um Jón Sig. sem helsta tromp Alþýðuflokksins og átti að vera dæmi um hinn nýja Alþýðuflokk og var gert til að vinna flokkinn út úr krísu undangenginna ára og gera nýja Alþýðuflokkinn að hinum stóra jafnaðarmannaflokki sem var til staðar á norðurlöndunum öðrum en Íslandi. Þetta gekk ekki sem skyldi en Jón Baldvin gat þó glaðst yfir því að Alþýðuflokkurinn varð loksins stærri en Alþýðubandalagið í kosningunum 1987.
Nú er er enn leitað til Jóns Sigurðssonar af jafnaðarmönnum í krísu og reynt að nota trúðverðugleika og ágæti hans til björgunar Samfylkingarinnar sem var auðvitað stofnuð til að taka við hlutverki hins stóra jafnaðarmannaflokks líkt og tilefnið var ´87.
Svona endurtekur sagan sig alltaf. Gæti þó trúað að það sem yrði öðruvísi nú en þá væri að VG verði stærri flokkur en Samfylkingin í þessum kosningum svo maður beri þessa núverandi flokka saman við nokkurs konar forvera þeirra í kosningunum ´87.
Sniðugt.
Gagnrýnir hringlanda og ósamstillta hagstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.