8.4.2007 | 11:55
Skoðanakannanir
Nú dynja á okkur skoðanakannanir í gríð og erg í aðdraganda Alþingiskosninga. Fyrst eru það þessar venjulegu kannanir um fylgi flokka og framboða en oftar en ekki er einnig spurt um ýmsa afleidda þætti með þegar fylgið er kannað. Niðurstöður þeirra spurninga koma síðan í kjölfar fylgisfréttanna og eru misgáfulegar finnst mér.
Nú er svo komið að það er eiginlega ekki orðinn friður fyrir fréttum af alls konar svona könnunum og menn hafa ekki undan við að rýna í þær og reyna að túlka hvað þær hafa fram að færa. Það liggur við að maður geti sagt um sumar þeirra að þær hafi í mesta lagi ekki neitt fram að færa.
Það er orðið of mikið af þessum könnunum og fréttum í framhaldi þeirra sem síðan kalla á ýmsar sérfræðilegar útskýringar að ég tali nú ekki um viðbrögð úr hverjum stjórnmálaflokki við þeim. Fjöldi þessara kannana er orðinn slíkur að ekki er tími fyrir alvöru umræðu um málefni þau sem flokkarnir hafa fram að færa. Aðalfréttirnar og kosningabaráttan er orðin sniðin að skoðanakönnunum þannig að þær stjórna öllu og menn og flokkar hafa ekki pláss, frið eða tíma til að koma á málefnalegri umræðu.
Fækkum skoðanakönnunum og gefum öðrum hlutum meira pláss.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst að það eigi að banna svona skoðanakannanir hálfan mánuð fyrir kosningar, og líka nafnlaus skrif flokkshollra manna, eins og stakkur sem skrifar í BB. Sjalli sem notar miskunnarlaust allan áróður fyrir vini sína. Það er algjörlega óásættanlegt. Og svo er maðurinn sýslumaður ofan í kaupið.
En gleðilega páska Ragnar minn og góða skemmtum á ferð þinni um Skagafjörðinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 15:33
Já, veistu þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta er allt í svona æsifréttamennskustíl. Allir svo æstir og spyrlarnir oft verstir, fólk fær ekki að svara og svo er gripið fram í trekk í trekk og allt endar í steik. En ég er nú orðin spennt fyrir niðurstöðum skoðanakönnunar fyrir suðurkjördæmi sem birt verður næsta miðvikud. Vona það besta. Skemmtu þér í Skagafirði.Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.