Léleg fréttamennska

Mér finnst þetta eiginlega vera svolítið yfirborðskennd framsetning á efninu, svolítið slegið fram með sleggjulegum hætti. Af hverju kafar blaðamaðurinn ekki svolítið dýpra niður í efnið og kemur fram með kjarna málsins.

Auðvitað er þetta skrýtin spurning og örugglega fleiri sem voru með í þessu. En hver er síðan raunveruleg ástæða fyrir henni og hver er vinnslan í framhaldi spurningalistans innan bankans. Hvaða áhrif hefur þetta á bankastarfsemi í landinu og þar fram eftir götunum. Og í framhaldi þess kannski skoðuð skýrslan um bankastarfsemi á Íslandi í þessu samhengi sem gefin var út í fyrra að mig minnir.

Bara varð að setja fram annan vinkil á umræðuna en kominn er fram.


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Raggi. Ég hef nú lent í þessu hér á Selfossi, bæði hjá Glitni og Sparisjóðnum, heilmargar spurningar, t.d. hvaðan peningurinn kæmi, hverrar þjóðar börnin væru og svo sór ég og sárt við lagð að þessi 4 barnabörn mín væru ekki upprennandi hryðjuverkamenn, þetta voru nefnilega sparnaðar reikn. fyrir börn á aldrinum  2-6

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ha hahahaha. Allar götur erfitt að leggja mat á það fyrr en a.m.k. á unglingsárunum. Auðvitað hrekkur maður við.

Ragnar Bjarnason, 7.4.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband