Uppfinning dagsins

Núna er ég búinn að bjarga fjárhagslegri framtíð fjölskyldunnar. Ég fer strax eftir helgi á einkaleyfastofuna og skrái einkaleyfi á "herslumuninum" þ.e.a.s. ef þeir Sniglabandsmenn eru ekki búnir að því. Þetta er nefnilega stolið frá þeim.

Ég stórgræði á uppfinningunni því það vantar nefnilega alltaf herslumuninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Guðmundur Ragnar Björnsson, 6.4.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvenær opnar einkaleyfisstofan ég ætla að reyna að vera á undan þér með þetta brilliant úrræði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Úps, sagði of snemma frá.

Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er alveg búin að gefa upp von um að verða rík af peningum, einbeiti mér bara núna af öðrum gæðum lífsins, en þar sem þú ert nú ungur á uppleið, ætla ég ekkert að taka þetta frá þér. Gleðilega páska í Reykjadalinn

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 20:26

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Átt þú þennan litla gullmola hérna til vinstri?? algjört krútt.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já Ásdís, hún er það. Nei ég þarf ekki peninga til að vera ríkur ég á sko nóg ríkidæmi til lífsfyllingar annað en þá. Gleðilega páska héðan.

Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðilega páska , þú reddasr svo fylginu fyrir Framsókn með "herslumuninum"

Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 21:48

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Snild !!!

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 01:01

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég á líka nóg af ríkidæminu þrjú börn og fjögur barnabörn. En ég þekki þennan herslumun. Gleðilega páska til þín og fjölskyldunnar.

Svava frá Strandbergi , 7.4.2007 kl. 01:22

10 identicon

hæhó!

Nú ertu kominn í favorites á tölvunni hjá mér svo ég á eftir að vera fastagestur hérna hjá þér :)

 Páskakveðjur á klakann héðan frá suðurhveli.

Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Takk Elva, þú klikkar ekki. Setur bara pressu á mann. Gleðilega páska héðan að norðan til allra

Ragnar Bjarnason, 7.4.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband