Dagurinn í dag

Við skruppum í höfuðstaðinn í dag, þ.e.a.s. höfuðstað norðurlands. Vorum komin þar rétt fyrir hádegi og byrjuðum á því að fá okkur að borða. Lagt var af stað með hvíta jörð í forgrunni því það snjóaði hér í Reykjadalnum í nótt, ekki mikið svo sem en aðeins samt. Það tók síðan upp í dag og var orðið autt í kvöld þegar heim var komið.

Eftir hádegið fór ég síðan í Bogann og dæmdi eins og einn knattspyrnuleik. Þór/KA - ÍR í hinum víðfræga Lengjubikar. Þetta eru líklegasta tvö frægustu kvennaliðin, a.m.k. þau umtöluðustu í haust vegna kærumála þeirra í milli vegna umspils um sæti í efstu deild.

Leikurinn var ágætur, bara ágætlega spilaður og prúðmannlega. Enginn hasar í áhorfendum heldur, ekki eins og var í Róm í gærkvöldi. Svo fór að Þór/KA vann 6-1 og lítið meira um það að segja.

Stoppuðum við síðan aðeins lengur á Akureyri og héldum síðan heim á leið hvar við vorum komin um átta leytið. Fínn tími til að segja stelpurnar beint í rúmið og slappa síðan aðeins af.

Sem sagt, ágætis dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svo þú ert þá knattspyrnudómari Ragnar?

Gleðilega páska. 

Svava frá Strandbergi , 6.4.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Flottur, ja þú leinir á þér kallinn

Sigfús Sigurþórsson., 6.4.2007 kl. 02:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lítur út fyrir að hafa verið notalegur dagur, svona fyrir páskana Ragnar minn.  Gleðilega páska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já já, ég er knattspyrnudómari. Þetta er eins og á böllunum í gamla daga, þeir sem létu verst voru gerðir að dyravörðum. Ég var aldrei neitt lamb á vellinum í "gamla" daga.

Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband