Guðmundur í Byrginu

Heyrði núna í hádegisfréttum á RÚV að líklega myndi rannsókn á kynferðisbrotum margnefds Guðmundar í Byrginu ljúka í dag. Ekkert um það að segja svo sem en af hverju í andsk. var þess sérstaklega getið í lok fréttarinnar hvað rannsóknin kostaði? Mér fannst það hreinlega ekki koma málinu við og heldur ekki vera við hæfi. Allt í lagi að hafa kostnaðarvitund en hvað var verið að gefa í skyn þarna?

Nú segi ég eins og Kristinn P., ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Er ekki verið að koma á verðlagsvitund hjá fólki svo að það eflist í trúnni á dómskerfið. Þetta verður síðan sett upp í stuðul þar sem meðalkostnaður á hverja sakfellingu er reiknaður og það síðan borið saman við meðalkostnað á hvern sýknudóm. Hrýs hugur til þess þegar og ef Baugsmálum lýkur hver útkoman verður fjárhagslega.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 13:02

2 identicon

Þetta virðist hafa komist inn í tískuna á Íslandi í tengslum við það sem kallað hefur verið "Baugsmál".  Þar hefur verið klifað á kostnaði ríkisins og kostnaði sakborning við vörnina og kostnað fyrirtækjanna sem sakborningar starfa hjá vegna álitshnekkis.  Ég reikna með því að þetta séu upplýsingar sem fólki finnst forvitnilegar enda eru þetta fjármunir almennings sem þarna er verið að höndla með. 

Ef ef það er eðlilegt að gera grein fyrir kostnaði við eitt sakamál, hlýtur það þá ekki að teljast eðlilegt að gera það í öðrum málum einnig.

Mér finnst reyndar eins og þér að þessi kostnaðarumræða vera svolítið á misskilningi byggð.  Kostnaður við eitt sakamál er auðvitað mikill og kostnaður við réttarvörslukerfið er umtalsverður.  En þetta er eitt af grundvallarverkefnum ríkisvaldsins og á þessu byggist fælingarmáttur refsilaganna.  Afraksturinn af kostnaðinum verður því langt umfram viðkomandi mál.  Hann hefur með heilindi réttarkerfisins að gera og miðlar upplýsingum um hvar mörkin liggja milli hins leyfða og bannaða.   Þess vegna er kostnaður vegna eins máls fjárfesting í réttaröryggi.  Ef við ekki viljum leggja í þennan kostnað, getum við eins ógilt og fellt niður alla löggjöf.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Nú spyr ég, hvað kostaði þessi rannsókn?

Rúnar Birgir Gíslason, 3.4.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bíðið nú við, er þetta ekki fólk sem er á launum við að vinna þessi störf? týna þeir til launakostn. og yfirvinnu vegna málanna? hvaða kostnaður er þetta?? og svo að lokum, á þetta blessaða fólk ekki skilið að það sé eytt peningum í að rannsaka þessi skelfilegu brot?

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 17:47

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það var ekki kostnaðurinn sem slíkur sem ég vildi ekki heyra. Mér er alveg sama hvað hann er mikill, ef rannsaka þarf mál þá á að gera það. Grundvöllur til að halda lögum og reglu held ég. Mér fannst framsetningin vera út úr kú einhvernveginn, eins og það væri verið að vega að þeim konum sem kærðu og þar með kom rannsóknin í kjölfarið. Þannig tók ég þessu.

Annar kærar þakkir fyrir góð innlegg.

ps. Kom þetta ekki fyrst svona mikið í fréttirnar í stóra málverkafölsunarmálinu?

Ragnar Bjarnason, 3.4.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband