Auglýsingin umdeilda

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um auglýsingu Frjálslynda flokksins um helgina en læt mig samt hafa það að setja fram mína skoðun á málinu.

Í stuttu máli finnst mér auglýsingin og framsetning hennar til þess fallin að vekja upp ótta og andúð á innflytjendum í landinu. Þetta er skýrt í mínum huga. Það sem maður hefur síðan séð í athugasemdum hér og þar í bloggheimum hefur einungis styrkt mína skoðun. Framsetningin ein og sér veldur þessu. Síðan sýnist mér að ýmsar upplýsingar sem settar eru fram séu snúnar til málstaðarins sem um ræðir og aðrar hreinlega rangar.

Því finnst mér í stuttu máli Frjálslyndir ekki einungis vera að fiska í gruggugu vatni eins og einhvers staðar stóð heldur er notaður ryðgaður öngull einnig.

Nú er ljóst að þegar Nýtt afl gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn myndu þessi mál vera sett fram á þennan hátt. Spurningin sem ég spyr sjálfan mig að er hins vegar sú hvort meginþorri þeirra sem fyrir voru í flokknum styðji þessa framsetningu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki detta þeir hver um annan við að mótmæla henni... þannig að maður hlýtur að draga þá ályktun að þeir styðji hana

Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Satt. En eins og það eru til háværir minnihlutahópar eru til þöglir meirihlutahópar, þannig að kannski var ég að vona það í þessu tilfelli.

Ragnar Bjarnason, 3.4.2007 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

samkvæmt blöðum dagsins er ósætti varðandi þessa auglýsingaaðferð sem virðist stjórnað af Magnúsi Hafsteinssyni og Jóni Magnússyni. Fyrir mér er það staðfesting á varnaðarorðum Margrétar á sínum tíma um valdatöku Nýs Afls í Frjálslynda flokknum. Sú valdataka virðist greinilega vera ansi langt komin

Guðmundur H. Bragason, 3.4.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki nóg með hún sé til þess fallin að vekja upp ótta og andúð á innflytjendum í landinu. heldur og flestra íslendinga trúi ég.

Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já Guðmundur ég held það. Sammála Sigfús. Þó er í landinu prósenta eða prósentubrot sem vill þetta og eftir því er verið að slægjast held ég.

Ragnar Bjarnason, 3.4.2007 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Vonum bara að sú prósenta sé undir 5%

Guðmundur H. Bragason, 3.4.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband