Frábært veður

Hér er ákaflega gott veður í dag og nýttum við Eyhildur okkur það og tókum góðan göngutúr í morgun. Vorum rúmlega tvo klukkutíma á labbinu, fórum uppá pósthús og í Sparisjóðinn. Á leiðinni þaðan komum fórum við á íþróttavöllinn og gengum einn hring þar. Ég hef aldrei verið jafn lengi að fara þessa 400 metra en það verður auðvitað að takast með í reikninginn að Eyhildur er bara rétt að skríða í 11 mánaða aldurinn og hún eiginlega réð hraðanum á okkur.

Veðrið í gærkvöldi var síðan ekki síðra. Stillt og heiðskýrt þannig að maður gat gleymt sér við að skoða stjörnurnar og norðurljósin.

Mjög endurnærandi svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ekkert jafnast á við góðan göngutúr með litla fætur trítlandi sér við hlið.

Vilborg Traustadóttir, 2.4.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegur Ragnar, þetta er unaðslegt.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 14:01

3 identicon

Ekki gekk barnið alla leið upp á pósthús???

Gunna (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er ekki seinna að vænna að Eirhildur byrji að æfa með pabba sínum.

Svava frá Strandbergi , 2.4.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já, þetta var magnað og sko alls ekki seinna vænna að hún fari nú og hreyfi sig með mér. Auðvitað gekk hún í Sparisjóðinn Guðrún, heldurðu að hún sé eitthvað löt eða

Ragnar Bjarnason, 3.4.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband