Silfrið

Aldrei þessu vant horfði ég á Silfur Egils í dag. Ég nefnilega næ ekki stöð 2 og nenni yfirleitt ekki að skoða þættina á netinu nema eitthvað sérstakt liggi við. En nú sá ég sem sagt þáttinn í foreldrahúsum þar sem ég skrapp í Skagafjörðinn um helgina. Það sem er eiginlega ennþá skemmtilegra en að horfa á Silfrið er að horfa á það með pabba.

Sá fyrsta hlutann með öðru auganu en heyrði með báðum eyrum. Viðbúin umræða þar á ferðinni fannst mér og eiginlega allir þátttakendurnir á slappari nótum að mínu mati. Helst að Lúðvík næði sér á strik og kæmist vel frá hlutunum.

Næsti hluti var öllu skemmtilegri með þeim Gunnari Smára, Þráni og Guðmundi Andra. Gunnar Smári var bara áheyrilegur aldrei þessu vant og lítið æstur eða ágengur eins og hann er oft. Þráinn er alltaf svolítið skemmtilegur og brást ekkert þarna frekar en venjulega. Heyrði ekki betur en hann spáði ríkisstjórn dauðans eftir kosningar í vor. Guðmundur Andri var líka áhugaverður með skemmtilegar pælingar þannig að úr varð áhugaverður og skemmtilegur hluti Silfursins.

Svo hafði ég ákaflega gaman af að hluta á þann (bara hreinlega man ekki nafnið á honum og nenni ekki að fletta því upp. Ef einhver nennir þá má það endilega fara í athugasemd hér með) sem var síðastur. Hann náði reyndar ekki að klára sitt mál þannig að ég held að ég verði að sjá næsta Silfur til að sjá restina af máli hans.

Þannig að í heildina hafði ég gaman af þessu. Kannski maður fari að reyna að sjá þetta oftar. Var ekki annars talað um að hann væri kannski á leiðinni til RÚV með þáttinn núna rétt um daginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sammál þér í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kvitta fyrir mig.

Svava frá Strandbergi , 2.4.2007 kl. 03:05

3 identicon

Æi Raggi, ég veit ekki hversu vel Lúðvík komst frá þessu...fannst hann lítið skárri en hinir viðmælendurnir! Mér finnst regið hneiksli að telja það til hetjudáða að taka ekki afstöðu. Pólitíkusar eiga að taka afstöðu og treysta svo kjósendum sínum til að vera sammála sér eða ósammála. Lífið er ekki svart eða hvítt / grátt eða grænt - pólitíkin ekki heldur. En hins vegar á Magga Pála að fá lofið, hún var alveg mögnuð að hlusta á...þar fer alvöru kvenréttindakona fram....annað en þessi gervifeministi sem birtist hjá sumum þarna!

Anita (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband