29.3.2007 | 20:54
Geimferðir
Jæja, þá er skattskýrslan frá, kláraði hana í gærkvöldi og skilaði. Grandskoðaði auðvitað allar upplýsingar hjá skattinum því ég get verið svo fróðleiksfús stundum að það jaðrar við klikkun held ég. En komst samt að því að það er hægt að skrá starfsemi hjá sér í sjálfstæðum atvinnurekstri við geimferðir. Vissi ekki til að það væru margir Íslendingar í þeim bissness en kannski var þetta bara sérstaklega sett inn fyrir hann Bjarna geimfara þannig að með þessu komst ég þá að því að hann telur fram á Íslandi en ekki í Kanada.
Mér fannst þetta verulega sniðugt annars, þó ég hafi ákveðið að skrá ekki mína atvinnustarfsemi sem geimferðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nema það sé prentvilla og eigi að vera geym-ferðir. Þ.e. Partý-ferðir upp á skiljanlegri íslensku......................
Vilborg Traustadóttir, 29.3.2007 kl. 21:11
Svo stórar eiga nú nýbyggingar Landsspítalans ekki að vera!
Auðun Gíslason, 29.3.2007 kl. 21:11
Algjör snilld Vilborg
Ragnar Bjarnason, 29.3.2007 kl. 21:18
Það hlýtur að vera góður frádráttur vegna ferðalaga til og frá vinnu í geim-bransanum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 29.3.2007 kl. 21:35
En hvert fór skattaskýrslan? er hún á þessum hnett? hvað hvernig ætli sé að telja fram á túnglinu?
Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 21:50
Hehe sammála Vilborgu þetta er auðvitað Geim partý og svoleiðis. Þetta er orðið svo dýrt spaug í dag að það þarf að taka tillit til þess hjá skattinum auðvitað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.