Er minnið að svíkja mig?

Var ekki búið að halda eina svona hönnunarkeppni fyrir ekki svo löngu síðan?
mbl.is Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnið þitt er gott, en akritektar, skipulags- og byggingarmenn geta ekki stillt sér, þeir villja gæða á að byggja á svæðinu og glata minninu í peningakapphlaupinu.

Svo eru það Höfuðborgarbörnin (kannski flughrædd), sem kynda undir þessari vitleysu. Þau eru með svo mikla minnimáttarkend út af Reykjavík gagnvart gömlum Evrópskum borgum. En það má ekki gleyma því að hver borg hefur sína sérstöðu og sinn sjarma, Reykjavík líka. Við græðum ekkert á að apa eftir öðrum! 

Flugvöllurinn hefur rétt á sér og er mikilvægur hvað varðar samgöngur við ALLA landshluta Íslands (og nærliggjandi landa). Hann verður að vera áfram til þjónustu fyrir ALLA landsmenn. Í dag búa um 282þúsund fyrir utan Reykajvík (fleirri en íbúafjöldi alls Íslands fyrir 20 árum síðan). Við getum ekki skaðað samgöngumöguleika komandi kynslóða.

Hvernig væri að við notum tækifærið og gerum svæðið í kringum flugvöllinn að grænu svæði - útivistarsvæði (með menningar/vísinda/nátturuupplýsingum).... hefðum þar nokkurs konar "Central Park". Ekki veitir af að draga úr bílaumferð og mengun í borginni. Er það ekki m.a. "ómengaða" íslenska ferska loftið sem við íslendingar erum stoltir yfir?  

Eða ættum við kannski að bjóða Alcoa að reisa Álver í Vatnsmýrinni?????

Íslandsvinur

EH (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:11

2 identicon

Hanna Birna er ekki nóg komið af þessu rugli?

Auðvitað á flugvöllurinn að vera þar sem hann er. Þarna þjónar hann öllum landsmönnum.

Það er verið að meta hvern blett í borginni fyrir einhverjar óskiljanlegar upphæðir.
Hvar endar þetta? Með þessu áframhaldi verður Arnarhólinn "heflaður niður"og fyllt upp í Tjörnina?

Vegna þess Reykvíkingar hafa efni á að halda þessum "blettum" eins og þeir eru.

Ég vona að sama hugleysið sem Samfylkingin sýnir í Hafnarfirði sé ekki að ná tökum á núverandi borgarstjórn.

Kv.
HáHáKá

HáHáKá (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband