28.3.2007 | 19:52
Kosningabaráttan að hefjast
Frekar rólegt hefur verið á vettvangi stjórnmálanna í vikunni finnst mér fyrir utan kannski frétta af fundum þeirra Geirs og Steingríms og af nýju barmmerki UVG. Reyndar er Samfylkingin jú farin að birta dagblaðaauglýsingar. Ég hélt satt best að segja að kosningabaráttan myndi vera farin í gang af meiri krafti en raunin er en þegar ég skoða það held ég að ekki verði um það að ræða fyrr en eftir helgi.
Helst tel ég þar tvennt koma til. Annars vegar var verið að vinna að samkomulagi flokkanna um hámarkskostnað við birtingu auglýsinga og hins vegar tel ég að kosningar um deiliskipulag fyrir stækkað álver í Hafnarfirði tefji upphaf eiginlegrar kosningabaráttu.
Þá eru ekki nema sex vikur til stefnu fram að Alþingiskosningunum og margt á sjálfsagt eftir að ganga á þann stutta tíma og jafnvel einhverjar sveiflur eftir að líta dagsins ljós. Spennandi vikur fram undan held ég því mér finnst þetta skemmtilegt. Svo er bara að sjá hvaða stefnu baráttan tekur. Ég sá ekki betur en í leiðara Fréttablaðsins í dag væri verið að biðla um að skattamál yrðu aðal kosningamálið. Kannski svo verði en ómögulegt að segja til um það á þessu stigi held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hm Ragnar, meintum fundi Steingríms J og og Geirs. Annars, takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 20:00
Við opnum kosningaskrifstofu okkar miðvikudaginn fyrir skírdag. Það er verið að snurfusa málefnin og fjölrita. Þetta verður skemmtilegur tími.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 08:47
Til hamingju með það Ásthildur. Já þetta er skemmtilegur tími, sammála.
Ragnar Bjarnason, 29.3.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.