Stórskemmtilegt

Ég fór á vorskemmtun karlakórsins Hreims að Ýdölum nú í kvöld en gestasöngvarar með kórnum voru þau Ína Valgerður og Garðar Thór. Reyndar sungu þau einnig án meðsöng Hreims en það skiptir ekki öllu.

Það er skemmst frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun, ákaflega góður söngur og ekki skemmdi veislustjórn Óskars Péturssonar fyrir. Ég er enn hrifnari en áður af Garðari eftir kvöldið og en stjarna kvöldsins fannst mér vera Ína Valgerður. Hún söng mjög vel.

Takk fyrir góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég fór á fyrstu útgáfutónleika Garðars Thors í Grafarvogskirkju á sínum tíma. Hann var og er stórkostlegur söngari og ég elska óperur.

Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááá hvað ég öfunda þig, mér finnst fátt skemmtilegra en hlusta á Hreim. Nota hvert tækifæri þegar þeir koma suður til að hlusta á þá, þeir koma bara of sjaldan. Karlakórssöngur er eitt a mínum topp skemmtiefnum

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hef ætlað mér að fara í mörg ár en alltaf verið of seinn að panta. Núna mundi nágranninn eftir mér og hélt frá miða fyrir mig.

Ég er ekki mikið í óperum Guðný en ég hef mjög gaman af Carmina Burana. Alveg í uppáhaldi hjá mér.

Ragnar Bjarnason, 25.3.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband