24.3.2007 | 12:34
Ánægjuleg uppbygging
Bygging hesthússins og aðstöðunnar, því þetta er ekki bara hesthús, er enn eitt þrepið í uppbyggingu Hólastaðar sem menntastofnunar. Menntun er Hólastað ekkert ný heldur hefur hefur fylgt staðnum í gegnum aldirnar. Það er ljúft að sjá hve vel uppbyggingin gengur. Skagfirðingar hafa alltaf verið stoltir af Hólastað og stutt við það sem þar fer fram í gegnum aldirnar og einnig nú.
Ég er alla vega ánægður með þetta því þetta er til hagsbóta fyrir héraðið og hefur í raun víðtækari áhrif.
Eitt stærsta hesthús landsins vígt við Hólaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg frábært að fá þetta hesthús og þessa aðstöðu þarna. Mér finnst einmitt mjög sniðugt að Bændaháskólarnir sérhæfi sig á sitthvoru sviðinu. ímynda mér að það hljóti að koma betur út fyrir alla.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 24.3.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.