24.3.2007 | 10:37
Enn eitt metið
Við erum alltaf svo mikið fyrir að vera efstir og bestir við Íslendingar. En í sjálfu sér kemur þetta ekkert á óvart miðað við að kosningaþátttaka og þar með pólitískur áhugi hefur verið einna mest hér á landi þó örlítið dvínandi hafi farið undanfarna tvo áratugi.
Líklega er um að ræða einhverjar ofskráningar hjá öllum flokkum en samt sem áður er þetta um helmingi meiri skráning en annars staðar og þó svo að "gerviskráningarnar" séu teknar út erum við samt í efsta sæti varðandi þetta.
Ég tel þetta vera gott mál því að mínu mati gefur þetta vísbendingu um þátttöku almennings í lýðræðissamfélagi.
40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er líklega mikill og virkur stjórnmálaáhugi, það get ég fallist á. En hvað bendir til þess að um ofskráningar sé um að ræða hjá öllum flokkum? Listar Sjálfstæðisflokksins eru fyrst og fremst út úr öllu korti. Samfó hefur alltaf haft undarlegar aðferðir við að bæta inn og viðhalda sínum félagaskrám. Þar er ég til dæmis enn skráður þrátt fyrir að hafa aldrei haft frumkvæði að því. Hins vegar var ég í Alþýðubandalaginu og svo geta menn lagt saman tvo og tvo. Ég skal gútera félagatal Framsóknar að því gefnu að þar séu elstu félagar löngu komnir undir moldu. Annað er ekki óraunhæft að nokkru leyti.
Þór (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 11:31
Ég er sammála þér að mestu. Ég tel samt að félagatal allra flokka sé ekki fyllilega rétt. Mismikið langt frá lagi reyndar eftir flokkum. Varðandi Framsókn tel ég nú að gröfin sjái nú um að menn fari úr félagatalinu, þannig er það nú a.m.k. hjá mér.
Ég hugsa í framhaldi af þessu að minnsta misræmið sé hjá VG vegna uppgangs að undanförnu, hve ungur flokkurinn er og af því að hann hefur minnst notað prófkjörsleiðina til vals á framboðslista hjá sér (fyrir utan Frjálslynda, en þar tel ég að misræmið sé meira. Síðasti landsfundur lætur mig halda það a.m.k.)
Ragnar Bjarnason, 24.3.2007 kl. 11:49
Sammála þér Ragnar, þetta á við um alla flokka og ekki mundi ég vilja vera dómari um það hvort þetta sé verra eða betra hjá einum flokkinum eða hinum.
Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 12:12
Erfitt að dæma, alveg satt. Ég þarf reyndar að sjá Fréttablaðið í dag því mér finnst þetta vera háar hlutfallstölur og ekki í samræmi við tölur sem ég hef t.d. úr bók Gunnar Helga Kristinssonar, Íslenska stjórnkerfið.
Ragnar Bjarnason, 24.3.2007 kl. 12:40
Tja, það er enginn að bjóða þér að vera dómari í einu eða neinu ágæti Partners. Hins vegar geta menn tjáð sig um málið. Þeir geta þá sagt t.d. "ofskráningar eru í öllum flokkum" eða "Sumir flokkar notast við ofskráningar í [einhverjum] tilgangi".
Þetta skiptir nefnilega máli, það er ákveðin pólitík að flagga háum félagatölum, menn geta sem sagt haft ákveðinn hag af því.
Kjósendur sem styðjast við forsendur sem liggja fyrir geta því lagt mat sitt á trúverðugleika flokkana og náttúrulega þeirra sem halda ákveðnum skoðunum á málinu á lofti.
Ein af þeim forsendum sem ligga fyrir er að kannanir sýna mikið ósamræmi á milli þess sem almenningur segir og þess sem t.d. Sjálfstæðisflokkurinn segir. og svo geta menn dregið alls konar ályktanir í framhaldinu af því.
Þór (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.