17.3.2007 | 19:21
Misjafnir dagar
Þeir geta verið og eru reyndar oftast misjafnir dagarnir hvað varðar elju, þrek og dugnað. Það liggur játning í þessu auðvitað. Dagurinn í dag hefur ekki verið neitt sérstakur verð ég að segja. Byrjaði ágætlega og útivistin fyllti mann þreki eins og ég vissi svo sem fyrir fram.
Er líða tók á daginn varð hann nú frekar endaslepptur og rislítill. Bar þar auðvitað mest eða eingöngu á minni elskulegu öxl sem setti mann alveg úr lagi. Pokinn góðkunni frá Þrúði drepur það og þá er bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði eins og þar stendur, það verður ekki verra sem á eftir kemur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú talar í gátum minnelskulegi. En gangi þér vel. Og vonandi hverfa vandamálin þín eins og dögg fyrir sólu. Þú færð knús frá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 19:39
Rétt er það, kærar þakkir.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 20:22
Held þú hefðir heldur ekkert gaman af því að lesa söguna sem ég myndi skrifa handa þér. Fjórði hlutur skýsins kemur fljótlega.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 21:00
Sumir bít á jaxlinn og bölva í hljóði aðrir ippa öxlum.........
Vilborg Traustadóttir, 17.3.2007 kl. 21:06
Hefur þú prófað konjak? Það kunn hjálpa....
Hannes Bjarnason, 19.3.2007 kl. 18:29
Ég hef nú aldrei verið mikill drykkjumaður en kannski maður prufi Whiskyið sem ég á.
Ragnar Bjarnason, 19.3.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.