17.3.2007 | 11:22
Örstutt spor
Þetta virðist vera fyrsta skrefið í átt til þess að þjóðlendumál komist í sanngjarnan farveg. Langt er þó enn í land með að ferlið sé í samræmi við vilja þingmanna þegar lögin voru sett á sínum tíma.
En við skulum vona að menn fjármálaráðherran sé aðeins að ná áttum og komi til með að hafa hemil á þjónum sínum sem meðhöndla þessi mál fyrir hönd ráðuneytisins.
Annars bendi ég á mjög svo góða greinargerð Bjarna Harðar um þjóðlendurnar.
Þjóðlendudómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vilja framsóknarmenn ekki að allar auðlindir Íslands verði eign þjóðarinnar? Gildir það þá ekki líka um allt land og öll jarðargæði (heitt vatn, virkanlegar ár, veiði í ám, gróðurmold o.s.frv)?
Mér finnst þetta auðlindafrumvarp ganga miklu lengra en þjóðlendulögin í þjóðnýtingarátt miðað við minn málskiling. Vonandi gleymist þetta.
Þorsteinn Sverrisson, 17.3.2007 kl. 13:43
Eignarréttur og nýtingarréttur, tvennt ólíkt.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 13:50
Ég skil þetta ekki alveg Ragnar!!! Framsóknarflokkurinn vill þjóðarEIGN á öllum auðlindum,
http://www.framsokn.blog.is/blog/framsokn/entry/149116/
Tökum t.d. auðlind eins og Laxá í Aðaldal. Vilja framsóknarmenn þá ekki að þjóðin eigi hana? Bændur (eða aðrir landeigendur við ána) eiga ána í dag. Hvernig mun þessi breyting yfir í þjóðareign fara fram?
Mér finnst að það þurfi að skýra miklu betur hvað felst í hugtakinu "auðlind" annars vegar og "þjóðareign" hins vegar.
Þorsteinn Sverrisson, 17.3.2007 kl. 14:33
Já Framsóknarflokkurinn vill að auðlindir séu þjóðareign og ekki framseljanlegar sem og meirihluti landsmanna og stjórnmálaflokka landsins. Ég get vel skilið að sumir telji að þörf sé á skilgreiningu "þjóðareignar" og "auðlinda". Það samt sem áður stöðvar ekki eitt og sér að ákvæði varðandi það fari í stjórnarskrá lýðveldisins. Lög sem sett eru í landinu verða að vera í samræmi við stjórnarskrá og þá einnig lög varðandi auðlindir sé það ákvæði í stjórnarskrá.
Þjóðlendulög voru sett til að skera úr um eign á svæðum þar sem eignarréttur var talinn óljós og átti við um hálendi landsins. Það var ekki vilji Alþingis að gera tilkall til svæða sem almennt voru talin eign einstaklinga.
Varðandi Laxá þá eiga landeigendur hana og nýta hana sem þá er flokkað sem hlunnindi og skattlagt sem slíkt.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.