17.3.2007 | 11:22
Örstutt spor
Þetta virðist vera fyrsta skrefið í átt til þess að þjóðlendumál komist í sanngjarnan farveg. Langt er þó enn í land með að ferlið sé í samræmi við vilja þingmanna þegar lögin voru sett á sínum tíma.
En við skulum vona að menn fjármálaráðherran sé aðeins að ná áttum og komi til með að hafa hemil á þjónum sínum sem meðhöndla þessi mál fyrir hönd ráðuneytisins.
Annars bendi ég á mjög svo góða greinargerð Bjarna Harðar um þjóðlendurnar.
Þjóðlendudómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
Áhugaverð lesning af ýmsu tagi
- Freedomfries
- Washington Post Ágætt blað
- Los Angeles Times Ágætt blað
- New York Times Ágætt blað
- TPM Mjög góð fréttaveita
- RCP Snilldar skoðanakannanasíða
- Rasmussen Önnur góð skoðanakannanasíða
- Pólitík á CNN Ágæt umfjöllun um ameríska forsetakapphlaupið ásamt öðru
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bækur
Úr ýmsum áttum
Ágætis lesning
-
Jean-Jacques Rousseau: Samfélagssáttmálinn (ISBN: 9979-66-159-3)
Grunn skilgreining á lýðræðishugtakinu
**** -
Ásgeir Jónsson/Kári Bjarnason: Jón Arason Biskup - Ljóðmæli (ISBN: 978-9979-798-03-3)
Ný sýn á síðasta kaþólska biskup okkar Íslendinga í aðdraganda siðaskipta. Ég er að lesa hana ennþá (eins og svo margar aðrar bækur) og get því ekki gefið henni einkunn einnþá. -
Steinþór Þráinsson: Saga Laugaskóla (ISBN: 9979-70-085-8)
Þroskasaga menntastofnunar á landsbyggðinni. Viðamikið og ákaflega vel skrifað verk. Nauðsynleg lesning fyrir laugamenn, unga sem aldna.
**** -
David Gibson: The rule of BENEDICT (ISBN: 978-0-06-085841-1)
Ef menn vilja fá innsýn í bakgrunn kaþólsku kirkjunnar og núverandi páfa hennar, Benedict XVI
***
Athugasemdir
Vilja framsóknarmenn ekki að allar auðlindir Íslands verði eign þjóðarinnar? Gildir það þá ekki líka um allt land og öll jarðargæði (heitt vatn, virkanlegar ár, veiði í ám, gróðurmold o.s.frv)?
Mér finnst þetta auðlindafrumvarp ganga miklu lengra en þjóðlendulögin í þjóðnýtingarátt miðað við minn málskiling. Vonandi gleymist þetta.
Þorsteinn Sverrisson, 17.3.2007 kl. 13:43
Eignarréttur og nýtingarréttur, tvennt ólíkt.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 13:50
Ég skil þetta ekki alveg Ragnar!!! Framsóknarflokkurinn vill þjóðarEIGN á öllum auðlindum,
http://www.framsokn.blog.is/blog/framsokn/entry/149116/
Tökum t.d. auðlind eins og Laxá í Aðaldal. Vilja framsóknarmenn þá ekki að þjóðin eigi hana? Bændur (eða aðrir landeigendur við ána) eiga ána í dag. Hvernig mun þessi breyting yfir í þjóðareign fara fram?
Mér finnst að það þurfi að skýra miklu betur hvað felst í hugtakinu "auðlind" annars vegar og "þjóðareign" hins vegar.
Þorsteinn Sverrisson, 17.3.2007 kl. 14:33
Já Framsóknarflokkurinn vill að auðlindir séu þjóðareign og ekki framseljanlegar sem og meirihluti landsmanna og stjórnmálaflokka landsins. Ég get vel skilið að sumir telji að þörf sé á skilgreiningu "þjóðareignar" og "auðlinda". Það samt sem áður stöðvar ekki eitt og sér að ákvæði varðandi það fari í stjórnarskrá lýðveldisins. Lög sem sett eru í landinu verða að vera í samræmi við stjórnarskrá og þá einnig lög varðandi auðlindir sé það ákvæði í stjórnarskrá.
Þjóðlendulög voru sett til að skera úr um eign á svæðum þar sem eignarréttur var talinn óljós og átti við um hálendi landsins. Það var ekki vilji Alþingis að gera tilkall til svæða sem almennt voru talin eign einstaklinga.
Varðandi Laxá þá eiga landeigendur hana og nýta hana sem þá er flokkað sem hlunnindi og skattlagt sem slíkt.
Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.