16.3.2007 | 19:32
Miklar sveiflur
Þetta eru þær skoðanakannanir sem ég tek mest mark á eins og ég hef áður sagt. Það sem kemur mér mest á óvart er hve mikil sveifla er á milli kannana. Um er að ræða mikla fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks á ekki lengri tíma en einni viku. Það finnst mér vera afar athyglisvert svo ekki sé meira sagt.
Þá er það og nokkuð sérstakt að sjá alla aðra flokka minnka í fylgi á milli þessara tveggja kannana. Ljóst er að staðan í dag er sú að niðurstaðan er einungis ásættanleg fyrir Sjálfstæðisflokk og Vinstri Græna. Aðrir flokkar eru í slæmum málum ef svo mætti segja. Samfylking og Framsókn ennþá á niðurleið og Frjálslyndir komnir niðurfyrir 5% markið. Þó verður að hafa vikmörk í huga sem ég sé ekki hér hver eru.
Niðurstaða þessarar könnunar er gríðarleg vonbrigði fyrir Framsóknarflokkinn og ljóst að verulega verður að taka á í kosningabaráttunni sem framundan er. Það sama má í raun segja um Samfylkinguna. Ég held að það hafi verið ljóst, að mínu mati, að Frálslyndi flokkurinn yrði á þessu bili í könnunum fram til kosninga, það er 4-8%.
Langt er þó til kosninga enn svo þessir flokkar hafa ennþá nógan tíma til að koma sínum málum á framfæri og vinna fylgi.
Það held ég.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.