16.3.2007 | 15:44
Sammála Sólveigu
Ég hef nú aldrei verið neitt ýkja hrifinn af Sólveigu Pétursdóttur en ég verð að segja að ofanígjöf hennar við þingheim var fyllilega réttmæt og alveg til fyrirmyndar.
Ég hef haft einhver skynfæri á útsendingum frá þingfundum undanfarið (sem ég hef reyndar alltaf reynt að gera) og það er ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa fallið í það far að hjá sumum er einfaldlega um framboðsfund að ræða.
Persónulega fannst mér ræða Sigurjóns Þórðarsonar vera mjög á þann veg í gær í umræðum um landbúnaðarfrumvarpið.
Menn eiga að bera meiri virðingu fyrir þeim málum sem eru til umræðu hverju sinni.
Það held ég.
Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef ekki fylgst með þessu, vissulega á Sólveig ekki sjö dagana sæla núna. En ég vil heldur að menn tali hreint úr, en að vera sífellt með eitthvað moð og hálfsannleika. Það er gott að vita hvar maður hefur fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:20
Já ég er sammála því og þá af virðingu. Það sem ég vil er að þegar verið er að ræða ákveðið mál þá sé rætt um það en ekki hlaupið út um allt.
Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.