16.3.2007 | 13:26
Leiðari Moggans
Eftirfarandi setning úr leiðara Morgunblaðsins í dag vakti svolitla athygli hjá mér svo ekki verði meira sagt. Ég hef áður sagt að það sé svo sem spurning hvort hægt sé að vera óháður álitsgjafi á Íslandi, eða ef út í það er farið hvar sem er. Þarna gengur Mogginn nú aðeins lengra og setur orðalagið um að hægt sé að kaupa það álit sem þú vilt.
"Lögfræðingar eru margir miklir snillingar í sínum fræðum en það er alveg ljóst, að það er hægt að kaupa hvaða álit sem er hjá lögfræðingum."
Ekki er það nú gott finnst mér ef satt er að hægt sé að kaupa skoðanir og álit lögfræðinga og þar á ég við að þær skoðanir og álit sé gegn þeirra betri vitund.
En kannski er ég að misskilja þetta.
Ég veit það ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski það sé verið að vísa til spillingar innan lögfræðistéttarinnar...
Gunna (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:22
Og hvernig ætli lögfræðingastéttinni finnist það?
Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 15:19
Eru ekki alltaf svo margar hliðar á hverju máli að það er ekkert mál að velja sér þá sem hentar best?
Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 15:57
Jú Guðný, það er nú æði oft svoleiðis og túlkun hluta er svo mismunandi. Ég hef svo sem haldið því fram að t.d. niðurstaða dómstóla sé ekkert meira en niðurstaða. Rétt eða rangt væri ekki til umfjöllunar í reynd.
Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.