14.3.2007 | 23:14
Missti af næstum því öllu
Það sem ég heyrði af ræðu Jóns fannst mér öldungis ágætt enda kann ég ákaflega vel við hann sem formann okkar. Mér sýnist hann hafa lagt út af hógværð og samvinnu við lausn krefjandi verkefna sem alltaf eru framundan á vettvangi stjórnmálanna. Miðjuflokkur með ábyrgð og skýra sýn á hlutina.
Annars missti ég af umræðunum næstum því öllum utan þremur fyrstu ræðunum og slitrum úr ræðum Jóns og Kristins H. Sleggjan var sleggja í sínu, segi svo sem ekki meira. Ég var búinn að gleyma að við í stjórn hjálparsveitarinnar vorum búnir að skipuleggja fund í kvöld, heima hjá mér. Ég verð að koma mér í að hlusta á umræðurnar á vefnum bara.
ps. vill einhver kaupa tvo snjósleða af hjálparsveitinni?
Jón: Trúi ekki að loforð um útgjaldaveislu gangi í augu almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Misstir ekki af miklu. Dauf og litlaus umræða. Það var helst að Þorgerður Katrín tæki stjórnarandstöðunaí "bakaríið". Jón "okkar" Sigurðsson var skeleggur. Sleggjan var fín en fyndið að heyra hann tala fyrir Frjálslynda flokkinn. Gegn ríkisstjórninni sem hann var í...............og á móti áður...........
Vilborg Traustadóttir, 15.3.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.