Eldhúsdagsumræður

Ætli maður ráðstafi ekki kvöldinu í að horfa og hlusta á eldhúsdagsumræðurnar, svona eftir að stelpurnar sofna að minnsta kosti.

Það er aðallega tvennt sem ég ætla að heimta mér að fá að sjá í þessum umræðum. Annars vegar að fólk sé málefnalegt og leggi hlutina upp út frá stefnu sinni og hins vegar vil ég fá að sjá hvaða atriði það eru sem flokkarnir leggja upp með sem kosningamál fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Mér finnst að kjósendur eigi rétt á því að svo sé en ekki verði karpað um einstök mál.

Svo verð ég að segja svona fyrir minn flokk hefði ég viljað sjá Jónínu Bjartmarz tala. Það hefði alveg mátt skipta ræðutímanum í þriðju umferð á milli hennar og Birkis Jóns. Þjár mínútur eru nú kannski full stuttur tími samt sem áður þannig að þessu er ekki við komið.

Það held ég.


mbl.is Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski þú ættir frekar að taka spólu bara..... Eða hringja í Gunnu.

Teitur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

He he. Á ekki vídeó og ekki heldur DVD spilara. Á reyndar síma en hún getur bara hringt í mig. En þrælgóð hugmynd samt sem áður hjá þér.

Ragnar Bjarnason, 14.3.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband