12.3.2007 | 21:26
Bókaormur
Þá er komið að því að gefa það endanlega út og viðurkenna í leiðinni fyrir sjálfum sér að maður er bókaormur, og það meira að segja harðsvíraður held ég að ég verði að segja.
Ég þurfti að réttlæta fyrir sjálfum mér fyrir og um helgina þessar bækur sem voru hér og þar um húsið. Þær voru á og í borðum, hálfar út úr hillum og lágu ofná öðrum bókum þar og svona hér og þar satt best að segja.
Ég held ég hafi komist að því að ég er að lesa hátt í tuttugu bækur nú í einu en sú fyrsta sem ég er byrjaður á en á ólokið hóf ég lestur á fyrir einum þremur árum rúmum. Það kennir ýmissa grasa í þessum bókafjölda og kem ég sjálfum mér nokkuð á óvart með vali mínu en bækurnar eru eftirfarandi ef einhver hefur áhuga á að vita það:
Ísland í aldanna rás, bæði 19. og 20. öldin, Samfélagssáttmálinn, Saga Laugaskóla, Byggðasaga Skagafjarðar-III. bindi, Ritsafn Snorra Sturlusonar-I bindi, Landneminn mikli-ævisaga Stephans G., Axarsköft-ljóð Jóa í Stapa, Íslenska stjórnkerfið, Catechism of the catholic church, The rule of Benedict, Jón Arason biskup-Ljóðmæli, Áhrif mín á mannkynssöguna, Skírnir-180.ár-haust, Framtíð jarðar, Mótmæli með þáttöku.
Úff, ég þarf að fara að koma því í verk að klára að lesa þessar. Ég hef mér til málsbótar að hafa þó klárað að lesa nokkrar aðrar. Það er bara svo gaman að glugga aðeins í þær og svo er mismunandi eftir dögum hvað maður nennir að lesa. En svona getur maður verið eitthvað út úr heiminum stundum eða ætti maður að segja í eigin heimi.
Það held ég.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er almennilegur kokteill, um að gera að hafa margar bækur í takinu í einu
Valgerður Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 21:41
Ég er með dulrænar bækur í kring um mig núna. Enda mjög dularfullt hvernig ég sofna alltaf út af. Var að lagfæra skannaðan texta fyrir Sálarrannsóknarfélagið og fékk þá áhuga á að víkka þá dulvitund út . Hef gaman af þessu og er sjálf farin að íhuga alvarlega að blogga minni dulrænu reynslu gegn um tíðina. Hún er þónokkur ef grannt er skoðað.
Vilborg Traustadóttir, 12.3.2007 kl. 21:51
Ég held að ég sé búin með lestrarkvótann for good. Ég hef verið sílesandi allt frá sex ára aldri og nú hef ég ekki lesið eina einustu bók í marga mánuði. Nenni varla heldur að lesa blöðin lengur.
Svava frá Strandbergi , 12.3.2007 kl. 22:42
Það væri gaman að lesa það hjá þér Vilborg. Ég hef alltaf lesið mikið, alveg frá unga aldri og ég held að ég verði þannig alveg framúr svona úr þessu.
Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.