Allt í þá átt

Ljóst er að landsmenn eru farnir að leggja meiri rækt við umhverfi sitt nú á seinni tímum heldur en verið hafði. Þó hafa Íslendingar ákaflega sterka tengingu við náttúruna og umhverfið. Það skín í gegnum allar sagnir liðinna alda og birtist á ýmsan hátt, meðal annars í þjóðtrú okkar.

Hlutunum er þó þannig farið að bara það að vera manneskja hefur áhrif á umhverfið og það ber einnig að hafa í huga. Samspil manns og náttúru er síðan grundvöllur lífsgæða okkar, bæði í nútímanum sem og séð inn í framtíðina.

Vegur umhverfisverndar í stjórnmálum landsins hefur fengið sífellt meira vægi allt frá því að umhverfisráðuneytið var stofnað en þar var að verki Framsóknarflokkurinn. Sumir aðrir flokkar á þeim tíma töldu það nú vera óþarfa hinn mesta ef ég man rétt.

Það er mönnum samt sem áður hollt að fá brýningu í þessum efnum sem öðrum en við skulum samt sem áður gæta okkar að fara ekki út í öfgar með hlutina.


mbl.is Framtíðarlandið hvetur stjórnmálaflokkana til að leggja meiri áherslu á umhverfismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband