10.3.2007 | 12:33
Skýið - Þriðji hluti
Ferðalagið var hafið og það átti í upphafi að vera tímalaust, eða eins tímalaust og hægt er miðað við þann tíma sem okkur er gefinn hér á jörð. Annað kom þó á daginn eins og gefur að skilja af þessari frásögn. Líklega hefði hún ekki orðið til nema tímaleysið heðfi skyndilega endað.
Allt saman fór vel af stað og langflestir, sem á vegi okkar urðu tóku vel við okkur. Allavega í heildina litið, með einhverjum undantekningum þó, svona eins og gengur og gerist. Smátt og smátt dró úr spennunni, sem byggst hafði upp fyrir upphaf ferðar og maður náði að meta umfang hlutanna og hemja ákefðina. Leiksvið ferðalagsins var mér síður en svo ókunnugt og því kunni ég ákaflega vel. Ég hafði að vísu bætt við mig skýinu mínu og svo fleiri nákomnum, er studdu mig vel í gegnum alla byrjunarörðugleikana er litu dagsins ljós.
Maður er alltaf partur af einhverri heild sem síðan er hluti stærra samhengis og svo fram eftir götunum. Ég áttaði mig á þessu, ótrúlegt en satt og tók nýju umhverfi okkar sem ákveðinni áskorun, sem þyrfti bæði að sigrast á og vinna með. Mér var það fyllilega ljóst að ég þyrfti einmitt að gera báða þessa hluti, sigrast á og vinna með. Það var minn mikli styrkur í upphafi sem og í ferðalaginu öllu.
Ég var nú búinn að fóta mig í nýju umhverfinu og það gekk mjög vel, þökk sé kunnáttu minni á hlutunum fyrirfram. Þá þurfti ég einungis (manni er svo tamt að tala um stóru hlutina í lífinu sem litla með því að gefa þeim minna vægi í orðum manns í frásögnum en það er í sjálfu sér seinni tíma pæling) að setja stefnuna og ákveða hvað yrði gert. Það var nú það.
Raddirnar sögðu mér að halda áfram.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.