Gallagripir

Þetta hafa verið algjörir gallagripir hjá þeim Toyota mönnum. Búinn að eiga einn í eitt og hálft ár og gallarnir hafa verið full margir fyrir minn smekk. Fyrst viðurkenndur galli í heddi, sem auðvitað fór hjá manni eftir kostnaðarþátttöku tíma Toyota og síðan er maður búinn að fá tvo eða þrjú bréf frá þeim um minni háttar galla í hinu eða þessu.

Frekar pirrandi. Ætli maður skipti ekki bara um bíl til að losna við svona.


mbl.is Öxulgalli í Land Cruiser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Láttu mig vita þegar þú finnur gallalausan bíl.

FLÓTTAMAÐURINN, 10.3.2007 kl. 18:51

2 identicon

Já, Toyota geta bilað líka þrátt fyrir að þjóðtrúin hér á landi segi annað.  Sá síðast í Business Week að fleiri og fleiri gallar séu að koma fram í Toyota-bílum.

Örn Jónasson (fyrrverandi Toyota-eigandi) (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég hef nú aldrei haldið því fram að til séu gallalausir bílar.

Já hún er skemmtileg íslenska þjóðtrúin, sama á hvað hún er. Mér finnst bara pirrandi að það sé uppgötvaður galli í bílnum mínum reglulega.

Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband