10.3.2007 | 00:08
Sterkur sjóður
Það er greinilega ekki í tísku um þessar mundir að vera lítill. Það fæðist við þessa sameiningu sterkur lífeyrissjóður sem er auðvitað öllum aðilum í hag. Margir félagar og tiltölulega sterk fjárhagsleg staða ef ég þekki hlutina rétt. Veit þó reyndar minna um Lífeyrissjóð Austurlands heldur en Lífeyrissjóð Norðurlands.
Eitt megum við Íslendingar þó eiga og það er að lífeyrissjóðakerfið okkar stendur ágætlega í heildina séð og það skilar sér.
Hvaðan ætli nafnið sé annars komið?
Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.