9.3.2007 | 14:07
Má segja þetta í dag?
Eða er ég bara tepra? Ég var að hlusta á hálf tólf íþróttafréttirnar í morgun og heyrði þar í Geir Magnússyni spjalla við þjálfara karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Meðal annars sem fór þeim í milli voru spádómar um hvernig rimmur í 8 liða úrslitum gætu farið. Þegar þeir voru búnir að spá í 2 viðureignir varð Geir svo að orði "það er náttúrulega ekki fyrir hvítan mann að spá í þessar tvær viðureignir".
Ég hélt að svona orðalag væri orðið frekar óæskilegt í daglegri notkun, sérstaklega í útvarpi allra landsmanna. Þetta væri svona í anda þess að það þurfti að endurskýra ævintýrið um Mjallhvíti sem "Mjallhvít og vaxtarheftu mennirnir sjö" og þar fram eftir götunum.
Ég veit það ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki líka spurning um hvernig þeir sem á hlýða túlka hlutina...
Gunna (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 20:00
Já eða sjá myndirnar á auglýsingabæklingunum
Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.