Góðar fréttir

Það er hagur allra að samkomulag um kjarasamning kennara sé í höfn og því ber að fagna. Það er ánægjulegt að ríkissáttasemjari skuli hafa tekið af skarið og komið fram með tillögu sem báðir aðilar sættust á. Þar með hlýtur að vera úr sögunni sú óvissa um skólastarf grunnskólans sem vissulega var komin fram nú á seinustu vikum.

Aðilar mega þó ekki láta hér við sitja heldur verða menn að hefja strax vinnu við undirbúning og gerð næsta kjarasamnings sem gildi á að taka í byrjun júní á næsta ári. Það er nefnilega ekki svo langur tími til stefnu varðandi þá samningsgerð eða rétt rúmt ár.

En þetta eru ánægjulegar fréttir.


mbl.is Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband