8.3.2007 | 22:43
Svindl eða ekki?
Ég bendi mönnum á afar áhugaverða fræðslumynd, sem ég horfði á í kvöld en hún heitir "
the great global warming swindle" og var sýnd á Channel 4 í Englandi. Það hlýtur að vera hægt að nálgast hana á einhvern hátt. Ég verð að segja að þó ég kaupi ekki allt sem í henni var hrátt þá var ýmislegt sem fékk mig til að hugsa dálítið um þessi mál. Sérstaklega fannst mér áhugavert að sjá t.d. hitasveiflur síðustu 100 árin borið saman við virkni sólarinnar.
Afar áhugaverð mynd sem ég gæti trúað að margir hefðu áhuga á að sjá og ræða um. Það hlýtur einhver snillingurinn að geta komið henni í sýningu hér.
Bindandi samkomulag ESB í mótun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil benda þér merkilega bloggfærslur hjá Águsti Bjarnasyni um þessi mál. Linkurin er
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/128319/
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.3.2007 kl. 22:56
Þakka þér ábendinguna Ásgeir, það var einmitt vitnað í rannsóknir hans í þættinum og reyndar talað við hann líka. Mjög áhugavert. Að mörgu leyti sammála þér Kristinn.
Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 09:14
Það væri mjög áhugavert að sjá þessa mynd.
Sjá hér: http://www.channel4.com/science/microsites/G/great_global_warming_swindle/index.html
Ágúst H Bjarnason, 9.3.2007 kl. 11:43
Hér eru tvær klippur úr myndinni á YouTube
http://www.youtube.com/watch?v=6Aetu6MQJuI
http://www.youtube.com/watch?v=V-LPN9PkLK4
Ágúst H Bjarnason, 9.3.2007 kl. 18:39
Kærar þakkir ágúst, ég bý það vel að ég sá nær alla myndina í gærkvöldi og eins og áður sagði þá var ég hrifinn af henni og hún lét mig hugsa þónokkuð um þessi mál.
Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 19:30
Í svolieiðis efnum, eins og þegar maður fær tölvupóstskeyti með ótrúverðugar staðhæfingar, er ráðlagt að gá hvort það séu kannski einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér nú þegar og hafa rök á móti.
Ég var ekki lengi að finna tveir greinar hjá The Independent, sem mér sýnist vera ansi sannfærandi :
Áhugavert að framleiðadi myndarinnar virðist hafa lent í klandri með svipuð efni nýlega :
" Martin Durkin, for his part, achieved notoriety when his previous series on the environment for the channel, called Against Nature , was roundly condemned by the Independent Television Commission for misleading contributors on the purpose of the programmes, and for editing four interviewees in a way that "distorted or mispresented their known views".
Channel 4 was forced to issue a humiliating apology. But it seems to have forgiven Mr Durkin and sees no need to make special checks on the accuracy of the programme."
--- og ---
Any complaint would provoke a crisis at Channel 4, now recovering from the Jade Goody Big Brother storm. It had to make a rare public apology after the Independent Television Commission convicted previous programmes on environmental issues by the same film-maker, Martin Durkin, of similar offences - and is already facing questions on why it accepted another programme from him.
The commission found that the editing of interviews with four contributors to a series called Against Nature had "distorted or misrepresented their known views".
Professor Wunsch said: "I am angry because they completely misrepresented me. My views were distorted by the context in which they placed them. I was misled as to what it was going to be about. I was told about six months ago that this was to be a programme about how complicated it is to understand what is going on. If they had told me even the title of the programme, I would have absolutely refused to be on it. I am the one who has been swindled."
When told what the commission had found, he said: "That is what happened to me." He said he believes it is "an almost inescapable conclusion" that "if man adds excess CO2 to the atmosphere, the climate will warm".
He went on: "The movie was terrible propaganda. It is characteristic of propaganda that you take an area where there is legitimate dispute and you claim straight out that people who disagree with you are swindlers. That is what the film does in any area where some things are subject to argument."
Morten Lange, 11.3.2007 kl. 09:20
Eins og ég sagði í byrjun þá stekk ég ekki á þessa mynd sem stóra sannleik í málunum. En að því sögðu fannst mér hún áhugaverð að mörgu leyti. Ég var búinn að heyra t.d. um danska vísindamanninn og hans tilgátur. Þetta er ein hlið mála og síðan eru þetta réttmætar athuganir varðandi trúverðugleika höfundar myndarinnar.
Myndina er hægt að sjá hér í heild sinni.
Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 10:12
Þetta með að hitastig jarðar hækki vega aukins koltvísýrings í lofhjúpnum
af mannavöldum er vægast sagt ótrúverðugt. Fyrir það fyrsta er sú skýring
sem sett er fram að 3 til 4 tíuþúsundasti hluti af loftrýminu, það er sú þétting
sem CO2 hefur í andrúms loftinu, stöðvi (endurkasti) hitageisla frá jörðinni
og orsaki hitun loftsins, ef svo væri ætti CO2 að stöðva aðstreymi hitageisla
frá sólu til jarðar og jafnvægið því að vera á núlli.
Það sem eindregið mælir á móti þessari kenningu eru mjög svo áreiðanlegar
mælingar sem sýna framm á það að hitastig jarðar fylgir algjörlega virkni sólar,
beinar mælingar eru til frá árinu 1840 til dagsins í dag, og með athugun á C14
og ísborkjörnum hefur þetta verið reiknað langt aftur í aldir.
Einig ættu íslendingar að huga betur að sögunni sem segir okkur töluvert um
hitastig jarða. Við landnám og fram til 15 aldar var hér stunduð akuryrkja og
hinn mikli Vatnajökull bar nafnið Klofajökull sem varla þarf að útskýra hvað
þýðir. Síðan upphefst það sem í sögunni er kölluð litla ísöld og þjóðinni fækur
allt niður í 1/3. Um seinni hluta 19 aldar fer að hitna aftur og í dag vantar
töluvert upp á að náð hafi verið hitastigi Landnáms tímans.
Í stórum eldgosum sem orðið hafa eftir að sögur hófust, hafa steymt út í loftið
lofttegundi CO2, metan og annað sem taldar eru með hinum svo kölluðu gróður-
húsa loftegundum í þeim mæli að svarar til 2-300 ára framleiðslu mannsins í
dag á þeim. Hitastigs hækkunar hefur aldrei orðið vart í kjölfar þessara eldgosa
þvert á móti hefur vegna gjóskuryks (svifryk) orðið talsverð kólnun, samanber Móðu-
harðindin marg frægu, þar sem sólargeislar náðu í takmörkuðu magni til jarðar.
Sagan og reynslan sannar að allt tal um gróðurhúsa áhrif er vægast sagt undarlegt.
Hvað skyldi valda. Þeir stjórnmálamenn sem geta talið almenningi trú um að mann-
kynið sé að tortíma sér með lifnaðar sínum, fá ótakmörkuð völd yfir mönnunum,
þetta vissi Kirkjan á sínum tíma, en þá var það vistin í helvíti sem blasti við þeim sem
ekki trúðu.
Leifur Þorsteinsson, 11.3.2007 kl. 10:44
Oft þegar eitthvað stórt og spennandi kemur frá þeim sem ekki trúa á loftlagsbreytingar af mannavöldum, má lesa gagnryni á realclimate.org. Svo er líka í þetta skiptið.
Morten Lange, 11.3.2007 kl. 16:12
Leifur : Spyrðu til dæmis Ágúst út í þessa fullyrðing sem þú settir fram : "... ef svo væri ætti CO2 að stöðva aðstreymi hitageisla frá sólu til jarðar og jafnvægið því að vera á núlli." Ef þú ekki færð svar geturðu sett inn spurning á bloggi hjá mér ( gestabókina) og ég svari hér.
Morten Lange, 11.3.2007 kl. 16:15
Fjölmiðlar hafa greinilega ekki staðið sér nógu vel í að upplýsa um grunnatriði gróðurhúsaáhrifa.
Þau eru í einföldustu mynd:
Kíkið á t.d.
Morten Lange, 13.3.2007 kl. 00:37
Eftir því sem ég hef náð að kynna mér þessi mál standa engar deilur milli vísindamanna um hvort gróðurhúsakenningin almennt sé rétt. Það er óumdeilt að illa væri byggilegt á jörðinni vegna kulda ef gróðurhúsaáhrif væru ekki til staðar.
Það sem er umdeilt hinsvegar eru áhrif CO2 og losun manna á þeirri lofttegund á gróðurhúsaáhrifin. Margir telja að þau séu umtalsverð og aukin losun manna á CO2 valdi aukningu þessara áhrifa með tilheyrandi hlýnun á jörðinni.
Síðan eru ýmsir vísindamenn sem halda því fram að þessi áhrif manna hafi verið ofmetin og telja að náttúrulegar skýringar séu á hitasveiflum undanfarið.
Finnur Hrafn Jónsson, 13.3.2007 kl. 01:46
Fyrir rétt tæpum áratug setti ég á blað (rafblað?) eftirfarandi um áhrif CO2:
http://www.rt.is/ahb/sol/#losun og einnig:
http://www.rt.is/ahb/sol/sol-co2.htm
Þar stendur m.a:
"
CO2 hleypir í gegn um sig stuttbylgju hitageislum frá sólinni, en dregur í sig langbylgju hitageisla frá yfirborði jarðar. Við það hitnar lofthjúpurinn örlítið til viðbótar. Yfirborð jarðar fær þannig varmageislun beint frá sólinni, og auk þess viðbótar varmageislun frá CO2 í lofthjúpnum. Þannig mælist hærra hitastig við yfirborð jarðar, þó svo jörðin og lofthjúpurinn sem heild séu í jafnvægi gagnvart heildarinnstreymi varmaorku frá sólinni. Þetta hefur í för með sér kólnun í efri loftlögum. CO2 er nánast ógegnsætt fyrir innrautt ljós með um 15 míkrómetra öldulengd.Þetta er mikil einföldun á gróðurhúsaáhrifum koltvísýrings, en nærri lagi. Reyndar er þetta eðlisfræðilega réttari skýring, en að segja að koltvísýringur sé eins og teppi yfir jörðinni, eins og oft sést. Gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings er þannig eðlisfræðilega allt annað fyrirbæri en hlýnun í gróðurhúsum".
Ég hef ekki uppfært þetta í fjölda ára.
Ekki veit ég hve mikil áhrif aukins CO2 á undanförnum áratugum hefur haft á hitastig. Það er mjög líklegt að áhrif sólar hafi haft veruleg áhrif, enda er vitað með vissu að virkni hennar hefur verið óvenju mikil. Ég hef því haldið mig við að segja að "helmingur" sé af völdum CO2 og "helmingur" af völdum náttúrunnar, en bæti því svo við að "helmingur" sé eitthvað sem er á bilinu 20-80%.
Svo er það auðvitað annað sem flestir vita. Vatnsgufan er miklu áhrifameira gróðurhúsagas en CO2, fyrst og fremst vegna þess hve mikið er af henni. Ég hef heyrt tölur allt upp í yfir 90% og þá um 5% fyrir CO2.
Ágúst H Bjarnason, 13.3.2007 kl. 07:47
Þakka þér fyrri Ágúst, nú leggst ég í lestur þessara greina þinna.
Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.